370. fundur

370. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður og Viktor Ingi Jónsson varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 4. dagskrárlið umsókn um þátttöku í þróunarverkefninu Gott að eldast og að 5. dagskrárliður verði skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.
 
1. Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 359. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 10. ágúst. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2307026, umsókn um stöðuleyfi tveggja geymslugáma að Höfðabraut 29, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2307036, umsókn um byggingarleyfi að Grundartúni 2, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2307037, umsókn um breytingu skráningar húss að Núpshlíð úr sumarhúsi í einbýlishús, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2308001, umsókn um byggingarleyfi að Lækjarhvammi 2, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2211010, breyting á aðalskipulagi, Búland, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 erindi nr. 2211011, deiliskipulag Hvítserkur, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 erindi nr. 2308011, umsókn um stofnun lóða að Kolbeinsá 1 og 2, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 202. fundar landbúnaðarráðs frá 2. ágúst sl. Fundargerð í 7 liðum.
Sigríður Ólafsdóttir vék af fundi kl. 15:16.
Dagskrárliður 2 fyrirkomulag gæsaveiða í löndum Húnaþings vestra haustið 2023.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 fyrirkomulag rjúpnaveiða í löndum Húnaþings vestra haustið 2023.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Sigríður Ólafsdóttir kom aftur til fundar kl. 15:17.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Reglur um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir reglur um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni með fyrirvara um samþykki annarra sveitarstjórna á Norðurlandi vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Umsókn um þátttöku í þróunarverkefninu Gott að eldast.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir aðild að umsókn um þátttöku í þróunarverkefninu Gott að eldast í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
 
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:32.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?