368. fundur

368. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Borghildur H. Haraldsdóttir varamaður og Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Oddviti setti fund. Gengið var til dagskrár.

1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1174. fundar byggðarráðs frá 17. apríl sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 1 umsókn um lóðina Grundartún 17.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1175. fundar byggðarráðs frá 2. maí sl. Fundargerð í 13 liðum.
Dagskrárliður 10 útleiga íbúðanna að Garðavegi 18 n.h. og Garðavegi 20 e.h.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Þorgrímur Guðni Björnsson óskaði eftir að fært yrði til bókar að hann tæki undir bókun Magnúsar Vignis Eðvaldssonar við 6. dagskrárlið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1176. fundar byggðarráðs frá 8. maí sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 356. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 10. maí sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2304038, umsókn um byggingarheimild að Gauksmýri 1, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2304043, umsókn um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi að Reynhólum 2, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2304047, umsókn um framkvæmdarleyfi að Kirkjuvegi 2, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5 erindi nr. 2304048, umsókn um niðurrif hesthúss að Bergsstöðum í Miðfirði, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 6 erindi nr. 2303037, umsögn aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7 erindi nr. 2302013, deiliskipulag hafnarsvæðis, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 9 erindi nr. 2305017, umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Skarðs, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 10 erindi nr. 2305023, umsókn um stöðuleyfi íbúðargáms í Víðigerði, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 11 erindi nr. 2305024, deiliskipulagsbreyting í landi Melstaðar, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 237. fundar fræðsluráðs frá 4. maí sl. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 244. fundar félagsmálaráðs frá 26. apríl sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 1 afhending samfélagsviðurkenninga 2023. Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn færir handhöfum samfélagsviðurkenninga ársins 2023 kærar þakkir fyrir störf þeirra í þágu samfélagsins.“
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Ungmennaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 74. fundar ungmennaráðs frá 17. apríl sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Úthlutunarreglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs fyrir árið 2023.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir framlagðar úthlutunarreglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs fyrir árið 2023.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja árið 2022, seinni umræða.
Ársreikningur Húnaþings vestra lagður fram til seinni umræðu ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG. Ársreikningurinn samanstendur annars vegar af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og hins vegar um A- og B-hluta samantekinn. Til A-hluta telst sú starfsemi sveitarfélagsins sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, þ.e. aðalsjóður, eignasjóður og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, þ.e. Fráveita, Vatnsveita, Hitaveita, Hafnarsjóður, Félagslegar íbúðir og Reykjaeignir ehf.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikning sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2022.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra árið 2022 eru:

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var neikvæð um kr. 85,9 milljónir. Í fjárhagsáætlun ársins með viðaukum var gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu A- og B-hluta að fjárhæð kr. 126,8 milljónir og afkoman því nokkuð betri en gert hafði verið ráð fyrir. Árið 2021 var rekstrarniðurstaða A- og B-hluta jákvæð um kr. 24,3 milljónir. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um kr. 6,3 milljónir. Í fjárhagsáætlun ársins með viðaukum var gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta að fjárhæð kr. 93,6 milljónir. Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2021 var jákvæð að fjárhæð kr. 31,9 milljónir.
Breyting á lífeyrisskuldbindingum A- og B-hluta var kr. 21,5 milljónir samanborið við 36,8 milljón árið 2021.
Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta var kr. 140,2 milljónir, samanborið við kr. 232,3 milljónir árið 2021.
Lántökur A- og B-hluta voru kr. 45 milljónir, samanborið við kr. 295 milljónir árið 2021. Í fjárhagsáætlun var þó gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð kr. 145 milljónir, en vegna óhagstæðs lánaumhverfis var ákveðið að lágmarka lántöku eins og nokkur var kostur sem skýrir lækkun á handbæru fé. Afborganir langtímalána A- og B-hluta voru kr. 99,6 milljónir, samanborið við kr. 69,8 milljónir árið 2021.
Skuldahlutfall A- og B-hluta var 83,6% samanborið við 81,3% árið 2021. Í hefðbundnu árferði ber sveitarfélögum að sjá til þess að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum.
Langtímaskuldir A- og B-hluta eru kr. 1.002,2 milljónir, samanborið við 966,6 milljónir árið 2021.
Veltufé A- og B-hluta frá rekstri var kr. 94,1 milljónir, eða 5,1% í hlutfalli við rekstrartekjur. Árið 2021 var veltufé frá rekstri kr. 152,1 milljónir, eða 8,4% í hlutfalli við rekstrartekjur.
Veltufjárhlutfall A-hluta var 2,7, samanborið við 2,91 árið 2021.
Laun, launatengd gjöld og breyting lífeyrisskuldbindingar A-hluta voru 57,3% í hlutfalli við rekstrartekjur, samanborið við 56,9% árið 2021.
Fjárfestingar á árinu 2022 voru kr. 170,8 milljónir, samanborið við kr. 429,8 milljónir árið 2021 þar sem stærsti hluti fjárfestinga var vegna viðbyggingar grunnskólans, fjárfestinga Hitaveitunnar og annarra fjárfestinga eignasjóðs.
Stærsti hluti fjárfestinga á árinu 2022 var vegna viðbyggingar grunnskólans og frágangs lóðar við hann, ásamt fjárfestinga Hitaveitu.

Ljóst er að rekstur sveitarfélaga í landinu er þungur vegna efnahagsástands í heiminum. Húnaþing vestra er þar engin undantekning. Neikvæð rekstrarniðurstaða skýrist einkum af tvennu. Annars vegar fjármagnskostnaði langt umfram áætlun vegna verðbólguþróunar, alls kr. 45,7 milljónir. Hins vegar tapi á rekstri málaflokks fatlaðs fólks, kr. 39,5 milljónir vegna vanfjármögnunar af hálfu ríkisins. Annar rekstur sveitarsjóðs er í jafnvægi og stendur undir skuldbindingum sveitarfélagsins. Þrátt fyrir það er ljóst að í hönd fer tímabil þar sem mikilvægt er að sýna fyllstu aðgæslu í rekstri með áherslu á hagræðingu og niðurgreiðslu skulda.

Vegna áætlaðs tekjufalls sveitarfélaga og útgjaldaauka vegna COVID-19 var fjármálareglum þeim sem koma fram í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, vikið tímabundið til hliðar. Fjármálareglurnar taka annars vegar til jafnvægisreglu sem segir að samanlögð heildarútgjöld til rekstrar A- og B-hluta í reikningsskilum séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum. Hins vegar er um að ræða skuldareglu, þ.e. að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum. Fjármálareglurnar taka gildi að nýju árið 2026 og jafnvægisreglan vegna fjárhagsáætlunar ársins 2026 mun taka til rekstrarniðurstöðu áranna 2024, 2025 og áætlunar 2026. Skuldareglan mun taka mið af skuldum og skuldbindingum í lok árs 2026, en Húnaþingi vestra hefur tekist að vera langt undir því viðmiði hin síðari ár.

Að frátaldri rekstrarniðurstöðu standast lykiltölur ársreiknings viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga.

Sveitarstjórn þakkar forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins aðgæslu sem skýrir að miklu leyti jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins. Væntir sveitarstjórn áframhaldandi góðs samstarfs í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru við óhjákvæmilega hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins.

8. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:16.

Var efnið á síðunni hjálplegt?