365. Fundur

365. Fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2023 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður, Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Oddviti setti fund.

 

Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi kl. 15:01 og tók Magnús Magnússon varaoddviti við stjórn fundarins.

Varaoddviti lagði fram tillögu um að loka sveitarstjórnarfundi undir 1. dagskrárlið fundarins, þar sem hann taldi það mikilvægt vegna eðli máls líkt og heimilt er í samræmi við 12. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. Varaoddviti áréttaði að óheimilt væri að skýra frá þeim umræðum sem fram færi á meðan fundurinn væri lokaður.

  1. Umsóknir um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta kom til fundar við sveitarstjórn í gegnum fjarfundabúnað kl. 15:02.

Starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs var auglýst laust til umsóknar í byrjun febrúar með umsóknarfresti til 24. febrúar 2023. Fjórar umsóknir bárust. Thelma Kristín fór yfir umsóknirnar, fyrsta mat þeirra og tillögu um hverja boða ætti í viðtal. Thelma Kristín fór einnig yfir drög að matskvarða vegna viðtala.

Thelma Kristín vék af fundi kl. 15:30.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Eftir að hafa kynnt sér öll gögn sem liggja fyrir varðandi umsóknir og fyrsta mat á umsóknum um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs samþykkir sveitarstjórn matið og tillögu ráðgjafa og sveitarstjóra um hverja boða skuli í viðtal vegna starfsins. Sveitarstjórn samþykkir einnig framlagða tillögu að matskvarða vegna viðtala.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Þorleifur Karl Eggertsson kom aftur til fundar kl. 15:31 og tók við stjórn fundarins að nýju.

  2. Prókúra sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Með vísan til 4. og 5. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmanni Húnaþings vestra prókúruumboð: Elín Jóna Rósinberg, kt. 250477-3259, Hlíðarvegi 24, 530 Hvammstanga. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri veiti framangreindum starfsmanni fullt prókúruumboð í samræmi við téð lagaákvæði. Umboðið gildir meðan viðkomandi gegnir starfi sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá sveitarfélaginu en þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils. Jafnframt eru eldri prókúruumboð starfsmanna annarra en sveitarstjóra, sem kunna að hafa verið útgefin, úr gildi fallin.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:47.

Var efnið á síðunni hjálplegt?