361. Fundur

361. Fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 8. desember 2022 kl. 15:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður, Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður og Ingveldur Ása Konráðsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Varaoddviti setti fund. Gengið var til dagskrár.

1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1158. fundar byggðarráðs frá 14. nóvember sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 3, tilnefning í vatnasvæðanefnd.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, umsókn um lóðina Kirkjuhvammsvegur 4.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8, lóðarleigusamningar vegna Norðurbrautar 30 og 32.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1159. fundar byggðarráðs frá 21. nóvember sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 3, barnaverndarþjónusta á Mið-Norðurlandi.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1160. fundar byggðarráðs frá 28. nóvember sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 4, uppsetning frísbíkarfa á Bangsatúni að ósk ungmennaráðs.
Afgreiðsla byggðraráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


2. Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 351. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 1. desember sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2211010, breyting á aðalskipulagi við Búland skipulagslýsing, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2211011, Hvítserkur deiliskipulagslýsing, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 232. fundar fræðsluráðs frá 1. desember sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


4. Félagsmálaráð, varaoddviti kynnti.
Fundargerð 239. fundar félagsmálaráðs frá 30. nóvember sl. Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


5. Landbúnaðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 196. fundar landbúnaðarráðs frá 7. desember sl. Fundargerð í 8 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


6. Starfshópur um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra, formaður kynnti. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


7. Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


8. Skipan farsældarteymis.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að farsældarteymi Húnaþings vestra verði skipað af sviðsstjóra fjölskyldusviðs, yfirfélagsráðgjafa, sálfræðingi, skólastjórum grunn- og leikskóla ásamt skólahjúkrunarfræðingi.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


9. Samningur á milli sveitarstjórna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir fyrirliggjandi samning á milli sveitarstjórna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Samningurinn er ótímabundinn með eins árs uppsagnarfresti og endurskoðunarákvæði að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Sveitarstjóra er falin undirritun samningsins fyrir hönd Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


10. Reglur um úthlutun byggingarlóða í Húnaþingi vestra.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun byggingarlóða í Húnaþingi vestra með áorðnum breytingum, en reglurnar voru samþykktar á 1159. fundi byggðarráðs.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Ingveldur Ása Konráðsdóttir vék af fundi kl. 15:58 að afloknum 10. dagskrárlið.


11. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
Ingveldur Ása Konráðsdóttir kom aftur til fundar kl. 16:09 undir 11. dagskrárlið.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:27.

Var efnið á síðunni hjálplegt?