348. fundur

348. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 31. janúar 2022 kl. 09:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Ingveldur Ása Konráðsdóttir aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Magnús Magnússon aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Oddviti setti fund. Oddviti óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 2. dagskrárlið samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

1. Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:
„Samningur um rekstur skólabúðanna er runninn út en hefur verið tvíframlengdur við núverandi rekstraraðila. Núverandi rekstraraðili hefur lýst áhuga á að halda rekstrinum áfram. Aðrir áhugasamir aðilar hafa einnig gefið sig fram. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samninginn ekki aftur við núverandi rekstraraðila í óbreyttri mynd. Leita skuli hugmynda og tilboða í framtíðarrekstur búðanna.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilkynna núverandi rekstaraðila ákvörðunina í samræmi við ákvæði samningsins og afleiddra samninga. Sveitarstjóra og byggðarráði er jafnframt falið að gera tillögu til sveitarstjórnar um hvernig auglýst skuli eftir samstarfsaðilum um rekstur búðanna, samningsdrög, hvaða kröfur skuli gerðar, hvaða skilyrði umsækjandi þurfi að uppfylla og hvernig valið verði milli umsækjenda.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lögð fram fundargerð 2. fundar framkvæmdaráðs málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra þar sem rætt var um framhald samnings um málefni fatlaðs fólks. Á fundinum var samþykkt að hvert sveitarfélag tæki afstöðu til áframhaldandi samstarfs. Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ákveðið að framlengja ekki samninginn í óbreyttri mynd. Sveitarstjórn felur byggðarráði og sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9.26

Var efnið á síðunni hjálplegt?