328. fundur

328. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 13:00 Félagsheimili Hvammstanga.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður og Magnús Eðvaldsson, aðalmaður, í síma.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

1. Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2019, síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikning sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2019.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra 2019 eru:
• Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um kr. 102,9 milljónir, samanborið
við kr. 85,1 milljón árið 2018.
• Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 92,6 milljónir, samanborið við kr. 78,4
milljónir árið 2018.
• Breyting á lífeyrisskuldbindingum A og B hluta er kr. 10 milljónir, samanborið við kr.
49,8 milljónir árið 2018.
• Handbært fé frá rekstri A og B hluta samstæðu er kr. 383,9 milljónir, samanborið við kr.
105,8 milljónir árið 2018.
• Lántökur A og B hluta samstæðu voru 60 milljónir, samanborið við 50 milljónir árið
2018.
• Afborganir langtímalána A og B hluta samstæðu eru kr. 44,2 milljónir, samanborið við kr.
51,3 milljónir árið 2018.
• Skuldahlutfall A og B hluta er 53,3% samanborið við 55,2% árið 2018, 52,6% árið 2017 og 56,2% árið 2016. Miðað er við að þetta hlutfall sé ekki hærra en 150%.
• Langtímaskuldir A og B hluta eru kr. 487,2 milljónir, samanborið við kr. 459,6 milljónir
árið 2018, þar af kr. 333,8 milljónir vegna félagslegra íbúða eða 72,6%.
• Veltufé frá rekstri er kr. 189,5 milljónir eða 11,3% miðað við kr. 202,2 milljónir árið 2018
eða 13,2%.
• Fjárfestingar á árinu 2019 voru kr. 206,1 milljón, samanborið við kr. 135,5 milljónir árið
2018. Stærstar eru þar viðbygging íþróttahúss og undirbúningur að viðbyggingu við Grunnskóla Húnaþings vestra, endurnýjun traktorsgröfu, áframhaldandi hitaveituframkvæmdir ásamt stofnfé í Leigufélaginu Bústaður hses.

Staða sveitarfélagsins er góð og rekstur í jafnvægi. Skuldahlutfall er undir þeim mörkum sem gert er ráð fyrir í lögum og staðan því góð til áframhaldandi framkvæmda á næstu árum s.s. stækkun grunnskólans og framkvæmdir við hitaveitu.
Áhrifa vegna COVID-19 mun gæta á núlíðandi ári eins og hjá öðrum sveitarfélögum en vegna góðs reksturs síðustu ára hjá Húnaþingi vestra er sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við afleiðingar þess.
Þessi góða staða er ekki sjálfgefin og vill sveitarstjórn þakka stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir aðhald og skynsemi í rekstri á árinu 2019 sem og fyrri ár.


2. Breyting á reglulegum fundi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að færa næsta sveitarstjórnarfund til 4. júní. Samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:18

Var efnið á síðunni hjálplegt?