327. fundur

327. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 15:00 Félagshemili Hvammstanga.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson, varamaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður og Þórey Edda Elísdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

1. Ársreikningur Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2019, fyrri umræða. Kristján Jónasson endurskoðandi mætti til fundar. Kristján lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2019. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Að loknum umræðum lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2019 til síðari umræðu.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 1040. fundar byggðarráðs frá 20. apríl sl. Fundargerð í 11 liðum.
Dagskrárliður 5. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kemur inn á fundinn og fer yfir tillögu að fyrirkomulagi um innheimtu fasteignagjalda. Til að einfalda framkvæmd við innheimtu verði reikningar gefnir út samkvæmt auglýsingu um álagningu fasteignagjalda 2020. Gjalddagar verði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar frá 325. fundi 22. mars sl. Með þessu gefst aukinn sveigjanleiki við greiðslu fasteignagjalda. Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 7. Ástand Hvammstangahafnar. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni: Sveitarstjórn telur afar mikilvægt að farið verði í dýpkunarframkvæmdir á árinu 2020 þar sem ljóst þykir að sandur heldur áfram að safnast í höfnina og mögulega verður hún ófær næsta vor fyrir stærri skip. Sveitarstjórn óskar eftir því við Vegagerð ríkisins að þeir taki þátt í kostnaði við framkvæmdina vegna mikilvægi hafnarinnar fyrir flutninga inn á svæðið. Sveitarstjórn bendir á að reynslan sýnir að dýpka þarf höfnina á tveggja til þriggja ára fresti og því leggur sveitarstjórn áherslu á að dýpkun hafnarinnar komist inn á samgönguáætlun sem og eðlilegt viðhald hafnarmannvirkja á Hvammstanga. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðar og fundargerð í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1041. fundar byggðarráðs frá 4. maí sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 3. Úthlutunarreglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs 2020. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4. Reglur um námsstyrki starfsmanna Húnaþings vestra. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðar og fundargerð í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 1042. fundar byggðarráðs frá 11. maí sl. Fundargerð í 9 liðum.
Dagskrárliður 4. Reglur um uppsetningu ljósastaura í dreifbýli. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 5. Reglur um frístundarkort. Borið undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 7. Hafnarreglugerð Húnaþings vestra. Fyrri umræða. Borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðar og fundargerð í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fundargerð 212. fundar félagsmálaráðs frá 6. maí sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Fundargerð 208. fundar fræðsluráðs frá 22. apríl sl. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Fundargerðir landbúnaðarráðs.
Fundargerð 173. fundar landbúnaðarráðs frá 15. apríl sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 174. fundar landbúnaðarráðs frá 6. maí sl. Fundargerð í 2 liðum.
Dagskrárliður 2. Sveitarstjórn tekur undir bókun landbúnaðarráðs og gerir hana að sinni:
Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra, hefur honum verið tilkynnt að lækkun verði á fjárframlögum til viðhalds á varnargirðingum á árinu 2020. Þetta verður til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar. Sveitarstjórn Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Sveitarstjórn Húnaþings vestra hvetur Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra.

Aðrir liðir fundargerðar og fundargerð í heild samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Fundargerð 320. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 7. maí sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1. nr. 2004030 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2. nr. 2003088 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3. nr. 2004055 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4. nr. 1702055 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Fundargerð 20. fundar veituráðs frá 5. maí sl. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8. Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 4,3 milljónir kr. vegna kaupa á tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra. Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9. Skýrsla sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:43

Var efnið á síðunni hjálplegt?