298. fundur

298. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 26. apríl 2018 kl. 09:30 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson aðalmaður og Ingimar Sigurðsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir.

Oddviti setti fund.  

1.        Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 295. fundar frá 24. apríl sl.  Fundargerð í 2 liðum.

1. dagskrárliður 1803060  Víðihlíð, breyting á aðalskipulagiEftirfarandi tillaga borin upp vegna 1. dagskrárliðar „Aðalskipulag Húnaþings vestra  2014- 2026 - tillaga að breytingu á landnotkun lóðar félagsheimilisins Víðihlíðar (reit S-11) úr samfélagsþjónustu í verslunar- og þjónustu (VÞ-19). 

Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun við Víðihlíð merkt sem samfélagsþjónusta, S-11, og stærð þess svæðis er 2 ha.  Í sama aðalskipulagi er Víðigerði-Víðihlíð merkt sem verslun- og þjónusta, VÞ-19, að stærð 0,5 ha.  Breytingin felur því í sér að fella niður S-11 og stækka VÞ-19 um það sem því nemur.  Ný stærð verður því 2,5 ha.  Húsnefnd Víðihlíðar telur nauðsynlegt að breyta skilgreiningu lóðarinnar í verslunar- og þjónustulóð því það takmarki rekstrarmöguleika félagsheimilisins um of að vera bundið við rekstur sem fellur undir samfélagsþjónustu.  Meðal annars er áformað að flytja á lóðina eldsneytissölu þá sem nú er á undanþágu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við Víðigerði.

Sveitarstjórn telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og samþykkir breytingu á aðalskipulaginu skv. 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 7 atkvæðum og er sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar. 

 

2. dagskrárliður 1601024.  Borgarvirki, deiliskipulag.  Skipulagstillagan var endurauglýst frá 13. febrúar 2018 með athugasemdafresti til 27. mars 2018 í Lögbirtingablaðinu og Sjónaukanum.  Skipulagsgögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins.  Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna með 7 atkvæðum og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar eins og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. 

Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

 

 2.     Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2017, fyrri umræða.

Mættur er á fundinn Kristján Jónasson, endurskoðandi. Kristján lagði fram og skýrði ársreikninginn ásamt skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2017.  Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.

Að loknum umræðum lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2017 til síðari umræðu.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:59

Var efnið á síðunni hjálplegt?