297. fundur

297. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson aðalmaður og Ingimar Sigurðsson aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá undir 6. dagskrárlið fundargerð 187. fundar fræðsluráðs frá 14. mars sl. og undir 7. dagskrárlið breyttan fundartíma næsta reglulega fundar sveitarstjórnar.  Samþykkt með 7 atkvæðum. 

1.       Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.

Fundargerð 963. fundar byggðarráðs, frá 19. mars sl.  Fundargerð í 9 liðum.

Dagskráliður 1a.  Fundargerð þjónusturáðs vegna þjónustu við fatlað fólk, liður 2, um fjárhagsáætlun málaflokksins 2018 þar sem fram kemur meiri halli á málaflokknum en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018.  Borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum. Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna þessa. 

Dagskrárliður 3a úthlutun byggingarlóðar undir einbýlishús að Grundartúni 6 til Aldísar Olgu Jóhannesdóttur. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 3b úthlutun byggingarlóðar undir einbýlishús að Grundartúni 4 til Sveinbjargar Rutar Pétursdóttur.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskráliður 7 um greiðslu úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 9 úthlutun byggingarlóðar undir einbýlishús að Lindarvegi 8 til Ævars Marteinssonar og Herdísar Harðardóttur.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 964. fundar byggðarráðs, frá 9. apríl sl.  Fundargerð í 15 liðum.

Dagskrárliður 3a úthlutun byggingarlóðar undir einbýlishús að Bakkatúni 4 til Luis Augusto Aquino og Jessica Faustini Aquino.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 3b úthlutun byggingarlóðar undir einbýlishús að Bakkatúni 6 til Juli Sciba og Ralph Sciba.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Dagskrárliður 4 um skipan í eignaréttarnefnd vegna tilkynningar frá Óbyggðanefnd um að hafin sé meðferð á svæði 10A.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Erindisbréf eignarréttarnefndar lagt fyrir.  Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf með 7 atkvæðum.  Einnig lagt fyrir bréf frá Hjarðhaga frá 11. apríl þar sem óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins vegna málsins.  Sveitarstjórn samþykkir beiðni um aðstoð við málið með 6 atkvæðum og vísar því til eignarréttarnefndar.  Ingimar Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu beiðnar Hjarðhaga.

Dagskráliður 12 um greiðslu úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði.  Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.  Elín. R. Líndal vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.       Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 294. fundar frá 5. apríl sl.  Fundargerð í 6 liðum.
2. dagskrárliður 1803060.  Sveitarstjórn frestar afgreiðslu.

3. dagskrárliður 1601024.  Sveitarstjórn frestar afgreiðslu.

4. dagskrárliður 1801002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 6 atkvæðum.  Ingimar Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

5. dagskrárliður 1607079 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

6. dagskrárliður 1804013 umsókn frá Rarik um lóð fyrir dreifistöð.  Lögð fram eftirfarandi bókun „Sveitarstjórn samþykkir að stofnuð verði 25 m2 lóð út úr lóðinni Hlíðarvegi 6, lnr. 144257.  Lóðin er ætluð fyrir nýja spennistöð RARIK sem mun standa við Kirkjuveg.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.       Fundargerð landbúnaðarráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 158. fundar frá 21. mars sl. Fundargerð í 4 liðum.

Lögð fram eftirfarandi bókun við 1. dagskrálið um erindi frá Mast vegna förgunar dýrahræja.  „Sveitarstjórn undrast að MAST skuli vísa þessu máli alfarið á eitt sveitarfélag, Húnaþing vestra og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra þar sem stjórnvöld hafa verið með þessi mál til úrlausnar um áratuga skeið. Umhverfisráðuneytið skipaði starfshóp 13. júlí 2012 sem fjallaði um lausnir fyrir áhættusaman sláturúrgang og dýrahræ og átti að finna lausnir sem myndu virka og ganga jafnt yfir alla. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu þann 4. desember sl.  Í stuttu máli þá mælir starfshópurinn með að allur dýraúrgangur þ.e. dýrahræ og sjálfdauð dýr, verði brenndur.  Aðeins ein brennslustöð er á landinu, Kolka, en þar var hætt að taka á móti dýraleifum til brennslu þar sem mikil vandkvæði fylgja förgun í stöðinni.  Því er ljóst að úrræði eru engin.  Ekki má urða og ekki er aðstaða til að brenna! Sveitarstjórn beinir því til atvinnu- og nýsköpunarráðherra að fundin verði lausn á málinu sem allra fyrst, lausn sem hægt er að framfylgja.

Vakin er athygli á að í Húnþingi vestra eru fjögur varnarhólf vegna búfjársjúkdóma og þar með ólöglegt fyrir bændur að flytja hræ á milli hólfa.  Því þarf að lágmarki 5 - 6 gáma í sveitarfélaginu og ljóst að hvor leiðin sem verður farin þá mun kostnaður verða verulega íþyngjandi fyrir bændur og sveitarfélagið.“  Samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi bókun við 4. dagskrálið a:  Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur landssamtaka landeiganda um hugmyndir um þjóðgarð á miðhálendi Íslands því ekki hafi verið staðið við loforð og fyrirheit um rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs, fjármagn of lítið og ákvarðanir ómarkvissar.  Samstarf og samráð við heimamenn, sem lofað var við stofnun þjóðgarðsins, hefur ekki verið eins og væntingar stóðu til.  Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 159. fundar frá 11. apríl sl. Fundargerð í 4 liðum

1. dagskráliður um úthlutun fjármagns til viðhalds heiðargirðinga.  Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. dagskráliður um stöðu sauðfjárbænda.  Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur landbúnaðarráðs af stöðu sauðfjárbænda.

Fundargerð í heild borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

Valdimar Gunnlaugsson yfirgefur fundinn kl. 16:25

4.       Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 49. fundar frá 15. mars sl.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

5.     Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

6.     Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.

Fundargerð 187. fundar frá 14. mars sl.

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

7.     Næsta reglulega fund sveitarstjórnar ber upp á uppstigningardag, lögð fram tillaga að nýjum fundartíma föstudaginn 18. maí nk. kl. 09:00.  Samþykkt með 6 atkvæðum.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:53

Var efnið á síðunni hjálplegt?