290. fundur

290. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn föstudaginn 17. nóvember 2017 kl. 08:30 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður í síma,  Magnús Eðvaldsson, varamaður, í síma, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður og Ingimar Sigurðsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Oddviti setti fund.   

Oddviti óskaði eftir að breyta heiti dagskráliðar 1. máls í „Fundargerð 954. fundar byggðarráðs“. Samþykkt með 7 atkvæðum

  1. Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
    Fundargerð 954. fundar
    frá 17. nóvember.  Fundargerð í einum lið.
    1709067 Ráðning sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.  Lögð fram eftirfarandi tillaga „Sveitarstjórn samþykkir að ráða Ingibjörgu Jónsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að bjóða Ingibjörgu Jónsdóttur ráðningu í starfið og ganga frá gerð ráðningarsamnings.
    Vísast nánar til greinargerðar sem oddviti kynnti og gagna sem liggja fyrir fundinum.
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
    Fundargerðin  borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:41

Var efnið á síðunni hjálplegt?