300. fundur

300. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn laugardaginn 19. maí 2018 kl. 11:00 .

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti, Elín Jóna Rósinberg, varaoddviti, Elín R. Líndal aðalmaður, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, aðalmaður, Valdimar Gunnlaugsson aðalmaður, Magnús Eðvaldsson, varamaður og Ingimar Sigurðsson aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Oddviti setti fund.  

1.  Fundargerðir byggðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 965. fundar byggðarráðs frá 30. apríl sl. Fundargerð í 11 liðum.
3. dagskrárliður 1804041.  Erindi um fjárstuðning frá Skákfélaginu Hróknum.  Samþykkt með 7 atkvæðum.
10. dagskrárliður 1802024.  Tillaga um hækkun á húsaleigu í húsnæði í eigu Húnaþings vestra skv. framlögðu skjali.  Samþykkt með 7 atkvæðum.
11. dagskráliður 1804050.  Erindi frá ungmennaráði.  Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 966. fundar byggðarráðsfrá 14. maí sl.  Fundargerð í 12 liðum.
5. dagskrárliður 1805008.  Lóðarumsókn Bakkatúni 10 frá Vilhelm Vilhelmssyni og Sólveigu Benjamínsdóttur.  Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

2.     Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 296. fundar frá 3. maí sl.  Fundargerð í 6 liðum.
3. dagskrárliður 1708002 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1804015 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5. dagskrárliður 1802066 Lögð fram eftirfarandi bókun: „Erindið er samþykkt með fyrirvara um staðfestingu skipulagsstofnunar á aðalskipulagsbreytingunni og gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda“.
6. dagskrárliður 1709083 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 297. fundar frá 16. maí sl.  Fundargerð í 4 liðum.
1. dagskrárliður 1510031.  Lögð fram eftirfarandi bókun: „Deiliskipulag Hvammstangahafnar. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Athugasemdir bárust og verður þeim sem gerðu athugasemdir send umsögn sveitarstjórnar sbr. framlagt samantektarskjal skipulagsfulltrúa, dagsett í maí 2018 um innsendar athugasemdir ásamt viðbrögðum við þeim.  Gerðar hafa verið lagfæringar á skipulagsgögnum og eru þær lagfæringar tíundaðar í samantektarskjali.“
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. dagskrárliður 1712019.  Lögð fram eftirfarandi bókun: „Breyting á deiliskipulagi skálasvæðis við Arnarvatn sem samþykkt var 2003.  Um er að ræða óverulega breytingu sem sem felur í sér að bætt verður við byggingarreit fyrir allt að 100 fermetra þjónustuhús við núverandi skálasvæði.“ Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna og að málsmeðferð sé í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. dagskrárliður 1802082 borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4. dagskrárliður 1802043.  Lögð fram eftirfarandi bókun: „Verndarsvæði í byggð – Borðeyri.
Þann 17. ágúst 2016 sótti Húnaþing vestra um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna tillögu að verndarsvæði í byggð.  Lagt var til að hluti Borðeyrar yrði verndaður vegna menningarsögulegs gildis og ásýndar svo auðveldara verði að vernda sérkenni byggðarkjarnans í komandi skipulagsvinnu.  Þann 14. september 2016 úthlutaði Minjastofnun Íslands, Húnaþingi vestra styrk úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð á Borðeyri.  Byrjað var strax á verkefninu og tveir íbúafundir haldnir.  Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 8. maí 2018, sbr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.  Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.“  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillögu ásamt fylgigögnum til staðfestingar ráðherra hið fyrsta, sbr. 7. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.     Fundargerð fræðsluráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 188. fundar frá 18. apríl sl.  Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 189. fundar frá 2. maí sl.  Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

4.     Fundargerð félagsmálaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 189. fundar frá 18. apríl sl.  Fundargerð í 4 liðum.
3. dagskrárliður.  Reglur um úthlutun félagslegra íbúða og íbúða fyrir aldraða í Húnaþingi vestra.  Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundargerð 190. fundar frá 2. maí sl.  Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.     Fundargerð ungmennaráðs, oddviti kynnti.
Fundargerð 50. fundar frá 10. apríl sl.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.     Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2017, síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu „ Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðan ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2017.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. 

Helstu niðurstöður ársreiknings Húnaþings vestra 2017 eru:

  • Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um kr. 227,9 milljónir, samanborið við kr. 148,8 milljónir árið 2016.
  • Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 217 milljónir, samanborið við kr. 132,4 milljónir árið 2016.
  • Breyting á lífeyrisskuldbindingum A og B hluta var kr. 3,9 milljónir, samanborið við kr. 16,5 milljónir árið 2016.
  • Handbært fé frá rekstri A og B hluta samstæðu er kr. 286,5 milljónir, samanborið við kr. 154,3 milljónir árið 2016.
  • Lántökur A og B hluta samstæðu voru 50 milljónir, samanborið við engar lántökur árið 2016.
  • Afborganir langtímalána A og B hluta samstæðu eru kr. 56,2 milljónir, samanborið við kr. 61,9 milljón árið 2016.
  • Skuldahlutfall A og B hluta er 52,6% samanborið við 56,2% árið 2016.  Miðað er við að þetta hlutfall sé ekki hærra en 150%.
  • Langtímaskuldir A og B hluta eru kr. 439,3 milljónir, samanborið við kr. 431,6 milljónir árið 2016, þar af kr. 335,8 milljónir vegna félagslegra íbúða eða 76,4%. 
  • Veltufé frá rekstri er kr. 287,6 milljónir eða 19,6% miðað við kr. 227,6 milljónir árið 2016 eða 17,2%.
  • Fjárfestingar á árinu 2017 voru kr. 108,9 milljónir, samanborið við kr. 113,4 milljónir árið 2016.  Stærst er þar breyting á íþróttahúsi, áframhaldandi hitaveituframkvæmdir, vinna við skóla- og frístundasvæði ásamt grunnskóla og gatnagerð.

Það er því ljóst að staða sveitarfélagsins er góð og í jafnvægi.  Fjármagn ætti því að vera til áframhaldandi framkvæmda eins og stækkun grunnskólans og endurnýjun á hitaveitu. Þessi góða staða er ekki sjálfgefin og vill sveitarstjórn þakka stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir aðhald og skynsemi í rekstri á árinu 2017.

7.     Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að upphæð kr. 2.900.000 vegna aukins rekstrarhalla á málefni fatlaðra.  Upphæðin færist á ófyrirséðan kostnað og hefur því ekki áhrif á handbært fé. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2018.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að upphæð kr. 12.488.000 vegna viðgerðar á þaki Byggðasafns Húnaþings og Stranda.  Upphæðin færist á ófyrirséðan kostnað og hefur því ekki áhrif á handbært fé.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2018.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að upphæð kr. 20.000.000 vegna uppsetningar á hreystivelli.  Upphæðin verður eignfærð í eignasjóð og verður mætt með lækkun á handbæru fé.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.     Skýrsla sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:24

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?