366. fundur

366. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. apríl 2024 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður
Fríða Marý Halldórsdóttir
Óskar Már Jónsson
Erla Björk Kristinsdóttir

Birkir Snær Gunnlaugsson og Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir boðuðu forföll. Erla B. Kristinsdóttir mætti fyrir hönd HSÓ.

Starfsmenn

Bogi Magnusen Kristinsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Elísa Ýr Sverrisdóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

1.

Bergsstaðir Miðfirði, umsókn um byggingarheimild. - 2403066

 

Elín Anna Skúladóttir sækir um byggingarheimild fyrir 141,6 m² aðstöðuhúsi á Bergstöðum L144100.

 

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

 

   

2.

Kirkjuhvammur ræktunarland, umsókn um að fella út lóð. - 2404001

 

Húnaþing vestra sækir um að Kirkjuhvammur ræktunarland L144424 verði fellt inn í land Kirkjuhvamms L144485.

 

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að fella Kirkjuhvamm ræktunarland L144424 inn í land Kirkjuhvamms L144485.

 

   

3.

Kirkjuhvammur lóð, umsókn um stofnun lóðar. - 2403053

 

Húnaþing vestra sækir um að afmarka lóð Kirkjuhvamms lóð L195789 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 19.03.2024 og að lóðin fái staðfangið Kirkjuhvammsvegur 1.

 

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun lóðar og nýtt staðfang.

 

   

4.

Hvammstangabraut 23-43, umsókn um lagningu ljósleiðaraheimtaugum. - 2404073

 

Míla sækir um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðaraheimtauga frá Brekkugötu og austan við húsin við Hvammstangabraut frá 19 og að 43. Þessar heimtaugar eru fyrir Hvammstangabraut 23-43.

 

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðaraheimtauga og að framkvæmdin verði gerð í samráði við þá lóðarhafa sem að jarðrask verði innan þeirra lóðamarka.

Var efnið á síðunni hjálplegt?