362. fundur

362. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn miðvikudaginn 1. nóvember 2023 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður

Birkir Snær Gunnlaugsson

Fríða Marý Halldórsdóttir

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

Valdimar H. Gunnlaugsson

Starfsmenn

Bogi Magnusen Kristinsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Elísa Ýr Sverrisdóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

1. Holtavörðuheiðarlína 3, umsagnarbeiðni á matsáætlun. - 2310049

Mikilvægt er að forsendur sem koma að lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3, er hvernig hún tengist byggðalínu og orkuafhendingu í landinu. Lagt er til að tengja háspennulínu og umhverfismati sem gerir grein fyrir þörfina á að halda núverandi línu í notkun og tilgangi hennar ásamt endurbótum sem gætu verið nauðsynlegar vegna aldurs hennar.
Í ljósi þess að jarðstrengir spila mikilvægt hlutverki í orkuflutningi, er nauðsynlegt að móta umhverfismatsskýrslu sem gagnast öllum hagsmunaaðilum og tekur tillit til umhverfisáhrifa.

Nefndin leggur til að í umhverfismatsskýrslu, sé gerð grein með rökum hvernig valkostirnir gætu haft áhrif á óbyggðina og hvernig það tengist verndarmarkmiðum um óbyggð víðerni landsins.

Nefndin leggur til að umhverfismatsskýrsla verði rökstutt og ítarlega gerð grein fyrir hvaða umhverfis- og samfélagslegir þættir vega þyngst við val á aðalvalkosti og hvernig mótvægisaðgerðir sem koma til greina munu draga úr neikvæðum áhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi umsögn verði komið á framfæri.

   

2. Ytri-Reykir, umsókn um stofnun lóðar fyrir safntank vatnsveitu. - 2310079

Gunnar Ægir Björnsson, sækir um að stofna 3.458 m² lóð úr landi Ytri-Reykja L144115 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 12. október 2023. Lóðin fær staðfangið Ytri-Reykir - Safntankur vatnsveita.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang með fyrirvara um undirritun umsækjanda og aðliggjandi landeiganda.

   

3. Hvoll lóð 8, umsókn um niðurrif. - 2311009

Guðmundur Helgi Helgason, sækir um leyfi til niðurrifs á sumarhúsi F2243381 sem staðsett er í landi Hvols lóðar 8 L186675.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja niðurrif á sumarhúsi F2243381 með fyrirvara um skriflega undirritun umsækjanda á umsókn.

BMK vék af fundi undir þessum lið.

   

4. Smáragil, umsókn um stofnun lóðar. - 2311008

Kristinn R. Guðmundsson, sækir um að stofna 1,9 ha lóð úr landi Smáragils L144051 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 31. október 2023. Lóðin fær staðfangið Smáragil 2.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang.

   

5. Laugarbakki Höfði, afmörkun lands. - 2311007

Húnaþing vestra, sækir um að stofna 24,2 ha land úr landi Syðri-Reykja L144151 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 5. október 2023. Landið fær staðfangið Reykjahöfði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang með fyrirvara um undirritun aðliggjandi landeiganda.

   

6. Skrúðvangur, afmörkun lóðar. - 2310059

Húnaþing vestra, sækir um að afmarka 8184 m2 lóð úr landi Syðri-Reykja L144151 samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 12. október 2023. Lóðin fær staðfangið Skrúðvangur.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun lóðar samkvæmt þinglýstum gögnum og nýtt staðfang.

Var efnið á síðunni hjálplegt?