360. fundur

360. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. september 2023 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður

Guðný Helga Björnsdóttir

Erla Björg Kristinsdóttir

Óskar Már Jónsson

Starfsmenn

Bogi Kristinsson Magnusen

Elísa Ýr Sverrisdóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

1. Erindi nr. 2201041. Fosssel, umsókn um byggingarleyfi.

Hjalti Garðar Lúðvíksson sækir um byggingarleyfi fyrir 57,23 m² skemmu á Fossseli L144024.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhuguð byggingaráform á Fossseli. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2. Erindi nr. 2308031. Syðri-Ánastaðir 1 og 2, umsókn um stofnun vegsvæða.

Vegagerðin sækir um að stofna 17.130 m² vegsvæði í landi Syðri-Ánastaða 1 L144497 og að lóðin fái staðfangið Syðri-Ánastaðir 1 vegsvæði og hins vegar 28.830 m² vegsvæði í landi Syðri-Ánastaða 2 L144498 og að sú lóð fái staðfangið Syðri-Ánastaðir 2 vegsvæði, samkvæmt uppdráttum gerðum af Eflu dagsettum þann 06.07.2022.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun vegsvæða í landi Syðri-Ánastaða 1 og 2 og ný staðföng.

3. Erindi nr. 2308043. Reykjatangi, umsókn um framkvæmdarleyfi.

Húnaþing vestra sækir um framkvæmdarleyfi til að bora eftir köldu vatni á Reykjatanga L191242.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram

4. Erindi nr. 2308045 Stofnun lóðar og landskipti úr landi Þóreyjarnúps.

Halldór Gísli Guðnason sækir um landskipti og stofnun lóðar úr landi Þóreyjarnúps L144515 og fær sú lóð staðfangið Pétursstaðir.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landskipti, stofnun lóðar og nýtt staðfang.

Var efnið á síðunni hjálplegt?