353. fundur

353. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn þriðjudaginn 7. febrúar 2023 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður

Birkir Snær Gunnlaugsson, varaformaður

Óskar Már Jónsson

Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

Fríða Marý Halldórsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hennar stað.

Starfsmenn

Bogi Magnusen Kristinsson, skipulagsfulltrúi

Elísa Ýr Sverrsidóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

1. Breyting á aðalskipulagi, Búland. - 2211010
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-
2026 til að auka framboð íbúðarlóða og mismunandi húsagerða í sveitarfélaginu.
Breytingarsvæðin eru á nokkrum stöðum innan Hvammstanga. Annars vegar er um ræða
breytingu á íbúðarbyggð ÍB 9 við Lindarveg og hins vegar breytingar á íbúðarbyggð Í7
sunnan við Eyri og tilfærsla á landnotkunarreit AT7.
Skipulagslýsing var auglýst frá 4. janúar til 27. janúar 2023. Umsagnir bárust frá
Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands
vestra og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ábending koma á opnum degi er varðar villur í greinargerð er snýr að útreikningi á
mannfjölda.
Athugasemdir bárust frá Jóhanni Albertssyni og Kolbrúnu Grétarsdóttur á Eyri:
"Að tryggt verði að reiðvegur verði settur inn á skipulagið þannig að aðrir
smábýlaeigendur komust að og frá hesthúsum okkar ríðandi.
Þá viljum við mótmæla þeirri áætlun að setja atvinnulóð austan við lóðina Eyri. Teljum
við hana þrengja mjög að okkur og loka okkur mjög af. Þá teljum við að það yrði
leiðinlegt aðkoma að smábýlunum ef þyrfti að keyra í gengum þennan flöskuháls með
atvinnustarfsemi og tilheyrandi á báðar hendur. Munum við senda sveitarstjórn erindi
þar sem við óskum eftir að þessi lóð verði sameinuð smábýlinu Eyri".
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir þær ábendingar sem bárust frá stofnunum, einnig
að lagfærð verður greinargerð í samræmi við ábendingar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir þær athugasemdir Jóhanns Albertssonar og
Kolbrúnar Grétarsdóttur um að gera ráð fyrir reiðvegi og svæði austan Eyrar verði
skilgreint sem íbúðarsvæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að vinna breytingar á
aðalskipulagi áfram til auglýsingar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

2. Hvítserkur, DSK- lýsing. - 2211011
Skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í kringum Hvítserk sem staðsett er í í
vestanverðum botni Húnafjarðar.
Skipulagslýsing var auglýst frá 4. janúar til 27. janúar 2023. Umsagnir bárust frá
Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirliti
Norðurlands vestra og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ábendingar komu frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Athugasemdir bárust frá Halldóri og Jónínu Helgu Súluvöllum:
"Í kafla 3. Staðhættir, er talað um að hægt sé að ganga að Hvítserk á fjöru og vissulega
hefur það verið hægt undanfarin ár en svo hefur ekki alltaf verið því stundum hefur sjór
og klaki rifið sandinn frá þannig að áll hefur myndast milli lands og Hvítserks auk þess
finnst okkur ástæðulaust að hálfvegis hvetja fólk til að fara alveg upp að klettinum enda
er það í mótsögn við það sem er verið að gera annars staðar þar sem ágangur
ferðamanna er orðinn mikill. Aðeins neðar í sama kafla er talað um göngustígana frá
bílastæði sem „Reykjaveg“ hér kannast enginn við það nafn, hvaðan er það komið?
Í kaflanum „Helstu forsendur“ er talað um að jarðirnar Ósar, Súluvellir og „Ytri
Súluvellir“ liggi að svæðinu, fyrir það fyrsta heitir jörðin Súluvellir ytri (líkt og
„Húnaþing vestra“ heitir ekki „vestra Húnaþing“) og liggur sú jörð ekki að svæðinu
aðeins Ósar og Súluvellir syðri liggja að svæðinu.
Í kaflanum „Útivist og ferðamennska“ er vitnað í tölur um fjölda ferðamanna samkvæmt
teljara á vegum Ferðamálastofu, í því samhengi viljum við benda á að sá teljari er við
göngustíg að útsýnispalli og telur því ekki þá ferðamenn sem ganga beint niður í fjöru frá
bílastæði né þá sem ganga frá þjónustuhúsinu á Ósum og því teljum við þessar tölur ekki
alveg í samræmi við þann fjölda sem kemur í raun að Hvítserk".
Nefndin tekur undir ábendingar frá stofnunum og einnig að setja inn rétt heiti staðfanga
og skoða tölur frá Ferðamálastofu um fjölda ferðamanna við Hvítserk er snýr að
ábendingum frá Halldóri og Jónínu Helgu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að vinna deiliskipulagstillögu
áfram til auglýsingar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

3.  Faxaslóð 4 - umsókn um byggingarleyfi. - 2301002
Björk Þorsteinsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir 160 m² vélaskemmu á Faxaslóð 4 lnr.
144553.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um
byggingarleyfi fyrir 160 m² vélaskemmu sem er í samræmi við gildandi br. deiliskipulagi
dags. 29.07.2013. Fyrir er 71 m² frístundarhús á lóðinni. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4. Gauksmýri lóð, breyting staðfangs. - 2301007
Svanfríður Guðrún Guðmundsdóttir sækir um að breyta staðfangi Gauksmýri lóð
L189439 í Gauksmýri 1.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu staðfangs í
Gauksmýri 1.

5. Hvoll 19, umsókn um byggingarheimild. - 2301008
Guðjón Gíslason sækir um byggingarheimild fyrir 15 m² geymslu á Hvoli 19 L193268.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarheimild fyrir
15m² geymslu á lóðinni. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6. Ytri-Ánastaðir, umsókn um stofnun vegsvæðis. - 2301010
Vegagerðin sækir um stofnun vegsvæðis á Ytri-Ánastöðum L144477.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar á Ytri
Ánastöðum sem fær heitið Ytri-Ánastaðir vegsvæði.

7. Laugarbakki, tilkynning um framkvæmd. - 2302001
Míla óskar eftir að fjarlægja núverandi sendir sem er á súlu á þaki Laugabakkaskóla og
setja nýja súlu á húsnæði sem er í eigu Mílu ehf. Laugabakki, og stendur við
Miðfjarðaveg gegnt verkstæði, Grettisbóli, austan vegarins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að falla frá grenndarkynningu þar
sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar
landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og samþykkja fyrirhugaða framkvæmd Mílu.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?