351. fundur

351. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 1. desember 2022 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður,  Birkir Snær Gunnlaugsson, Fríða Marý Halldórsdóttir, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir

Starfsmenn

Bogi Magnusen Kristinsson
Elísa Ýr Sverrsidóttir

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Dagskrá:

 

1. 

breyting á aðalskipulagi, Búland. - 2211010

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 til að auka framboð íbúðarlóða og mismunandi húsagerða í sveitarfélaginu.
Gert er ráð fyrir að breyta landnotkun, stækka reiti eða endurskilgreina landnotkun á nokkrum stöðum innan Hvammstanga. Deiliskipulagsbreytingar verða unnar samhliða aðalskipulagi og verða tillögurnar auglýstar samtímis. Breytingarsvæðin eru á nokkrum stöðum innan Hvammstanga. Annars vegar er um ræða breytingu á íbúðarbyggð ÍB 9 við Lindarveg og hins vegar breytingar á íbúðarbyggð Í7 sunnan við Eyri og tilfærsla á landnotkunarreit AT7.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu til kynningar og leita umsagnar hjá viðeigandi stofnunum í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

2.   

Hvítserkur, DSK- lýsing. - 2211011

Skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í kringum Hvítserk sem staðsett er í í vestanverðum botni Húnafjarðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu til kynningar og leita umsagnar hjá viðeigandi stofnunum í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl: 15:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?