347. fundur.

347. fundur. skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. ágúst 2022 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður, Óskar Már Jónsson aðalmaður og Guðný Helga Björnsdóttir varamaður. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður boðaði forföll.

Starfsmenn

Skipulagsfulltrúi, Bogi Kristinsson Magnusen.

Starfsmaður skipulagsfulltrúa, Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir.

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 2201037. Laxárdalsvegur, framkvæmdarleyfi.
  2. Erindi nr. 2208001. Svalbarð, stofnun lóðar.

 

1. Erindi nr. 2201037. Laxárdalsvegur, framkvæmdarleyfi.

Vegagerðin óskar hér með eftir framkvæmdaleyfi til Húnaþings vestra skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Laxárdalsvegur verður endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum á plan- og hæðarlegu. Á vegarkaflanum er einbreið brú yfir Laxá sem ekki verður endurnýjuð og er vegur aðlagaður að henni. Verkið verður boðið út og er áætlað að framkvæmdir hefjist í sumar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023.

 

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum dags, 12. júlí 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og staðfest var hjá Skipulagsstofnun 2. ágúst með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012. Framkvæmdin er í samræmi við skipulag og er ekki tilkynningarskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 111/2022.

 

 

2. Erindi nr. 2208001. Svalbarð, stofnun lóðar.

Hindisvík ehf. sækir um stofnun lóðar úr landi Svalbarðs, lnr. 144512, samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Húni Hilmarssyni dags. 1. ágúst 2022. Stofnuð lóð fær heitið Svalbarð 2.

 

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðar Svalbarðs 2.

Var efnið á síðunni hjálplegt?