330. fundur

330. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðmundur Ísfeld, Pétur Arnarsson formaður, Erla Björg Kristinsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson, byggingarfulltrúi

Ína Björk Ársælsdóttir, umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Ína Björk Ársælsdóttir.
Dagskrá:
1. Erindi nr. 2102027. Hulduhvammur L144422, afmörkun lands.
2. Erindi nr. 2102033. Illugastaðir efnisnámur – umsókn um framkvæmdaleyfi.
3. Erindi nr. 2103004. Arnarvatnsheiði afmörkun og hnitsetning.
 
Tekið á dagskrá:
4. Erindi nr. 2103018. Tvíbreið brú yfir Vesturhópshólaá.
 
 
Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 2102027. Ingvar H. Jakobsson sækir fyrir sína hönd og annarra landeigenda um staðfestingu á landamerkjum Hulduhvamms L144422. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Káraborg ehf. dags. 27.05.2019. Flatarmál landsins er 53.482 m2 eða u.þ.b. 5,35 ha. 
Skipulags- og umhverfisráð staðfestir hnitsetta afmörkun landsins samkvæmt framlögðum uppdrætti.
 
2. Erindi nr. 2102033. Vegagerðin sækir með bréfi dags. 15. febrúar 2021, um framkvæmdaleyfi í námu 22819 við Gildruklett, austan við Vatnsnesveg 711-03. skv. 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku. Náman E-50 var sett inná aðalskipulag 2018 í tengslum við breytingu á Vatnsnesvegi við Tjarnará.
Efnið er ætlað til lagfæringa á héraðs- og tengivegum.  Náman er að hluta til opin og hefur efni verið unnið þar í gegnum árin. Áætlað er að vinna þar um 5000 m3 af malarslitlagsefni; 0-16 efni. Efnið verður unnið í samráði við landeigendur og það sama á við um frágang námu eftir vinnslu. 
Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið verði veitt frá 1. maí 2021 til 30. júní 2022. Meðfylgjandi er loftmynd af svæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið enda er náman tilgreind í breytingu á aðlaskipulagi Húnaþings vestra frá 2014-2026. Við lok efnistöku skal Vegagerðin skila greinagerð um efnistöku og frágang.
 
3. Erindi nr. 2103004. Sveitarstjóri Húnaþings vestra sækir með erindi dags. 2.3.2021 um leyfi til að láta hnitsetja eftirtaldar heiðar í því skini að stofna afmarkaðar landeignir sem skráðar verða í fasteignaskrá. Ætlunin er að stofna eftirtaldar landeignir: Núpsheiði, Aðalbólsheiði og Víðdalstunguheiði vesturhluta. Gerðir verða hnitsettir uppdrættir sem verða teknir til afgreiðslu í framhaldinu.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við hugmyndir að skiptingu og afmörkun landeigna á Arnarvatns- og Víðidalstunguheiðum.  
4. Erindi nr. 2103018. Vegagerðin undirbýr byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Hólaá. Ný brú er skammt sunnan við núverandi brú og þarf að hliðra veginum um 40-60 m til suðurs á um 750 m kafla til þess að tryggja ásættanlega planlegu að nýrri brú. Fyrir fundinum liggur teikning af mögulegri veglínu.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við legu veglínunnar og telur áformin falla innan skilmála Aðalskipulags Húnaþings vestra og gerir ekki athugasemdir við það að eldri brú verði rifinn.
 
 
 
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?