324. fundur

324. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn þriðjudaginn 8. september 2020 kl. 17:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Erla Björg Kristinsdóttir, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðmundur Ísfeld og Hallfríður Ólafsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson.

Dagskrá:

 1.    Erindi nr. 2008007. Gottorp, endurheimt votlendis, framkvæmdaleyfi.
 2.    Erindi nr. 2002015. Lindarvegur 3, breyting á byggingarreit.
 3.    Erindi nr. 2008008. Bergsstaðir í Miðfirði, breytt staðfang.
 4.    Erindi nr. 2009003. Bergsstaðir á Vatnsnesi, breytt staðfang.
 5.     Erindi nr. 2008012. Staðarskáli, gamli, niðurrif.
 6.     Erindi nr. 2009002. Sæberg, byggingarreitur.
 7.     Erindi nr. 2008029. Þóreyrjarnúpur, niðurrif gamla íbúðarhússins.
 8.     Erindi nr. 2008032. Norðurbraut 24, aðkeyrsla fjárflutningarbíla.
 9.     Erindi nr. 2009001. Víðigerði, rafhleðslustöð.
 10.   Erindi nr. 2009012. Ásbraut 6, breyting á innkeyrslu.
 11.   Erindi nr. 2008013. Klapparstígur 7, afmörkun lóðar.

Tekið á dagskrá:

  12.  Erindi nr. 1909017. Ljósleiðari Vatnsnesi að vestanverðu og Vesturhópi og Vatnsnesi að austanverðu.

 

 

Afgreiðslur:

1.         Erindi nr. 2008007. Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, kt. 620518-1230, sækir með tölvupósti mótteknum 10. ágúst sl. um framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis á jörðinni Gottorp, L144534. Á svæðinu sem um ræðir, eru skurðir sem áætlað er að séu alls 4,5 km að lengd. Fyrirhugað er að fylla upp í hluta þessara skurða að fullu með uppgreftri, sem að þeim liggur, en í öðrum skurðum er áætlað að gera litlar „stíflur“ með reglulegu millibili. Þjappað verður ofaní skurðstæði svo fyllingar skolist ekki til og hliðargróður skurða og ofan af ruðningum notað til að þekja yfir rastasvæði. Stærð framkvæmdasvæðis er um 33 ha. Framkvæmdatími er ágúst og september 2020. Meðfylgjandi umsókninni er efni frá Skipulagsstofnun, Umhverfisráðuneyti og Landgræðslunni auk korts af Gottorp í Vesturhópi og þeim skurðum sem um ræðir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkæmdaleyfi vegna endurheimtar votlendis á jörðinni Gottorp skv. meðfylgjandi korti.

 2.         Erindi nr. 2002015. Júlíus Júlíusson, kt. 160575-4339, f.h. Hoffells ehf, kt. 500118-0670 sækir um leyfi til þess að stækka byggingarreit á lóðinni Lindarvegi 3, L226129, um 1,5 m til norðurs, í framhaldi af austurlínu byggingarreitsins. Meðfylgjandi er nýtt lóðarblað gert af Bjarna Þór Einarssyni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grendarkynna stækkun byggingarreits Lindarvegar 3 um 1,5 m til norðurs, fyrir lóðarhöfum Lindarvegar 1 og 5.

 3.         Erindi nr. 2008008. Byggingarfulltrúi lagði til við eigendur Bergsstaða, L 144100, að staðfangi jarðarinnar yrði breytt og hafa þau samþykkt að nýtt staðfang verði „Bergsstaðir í Miðfirði“.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýtt staðfang.

 4.         Erindi nr. 2009003. Byggingarfulltrúi lagði til við eigendur Bergsstaða, L 144457, að staðfangi jarðarinnar yrði breytt og hafa þau samþykkt að nýtt staðfang verði „Bergsstaðir á Vatnsnesi“, enda hefur það verið notað um nokkurt skeið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýtt staðfang.

 5.         Erindi nr. 2008012. G. Oddur Víðisson, kt. 220564-4369, sækir fyrir hönd Festi hf, kt. 540206-2010 með erindi mótteknu 25. ágúst sl., um leyfi til niðurrifs á mhl. 03 matvælageymslu að Staðarskála, L144050.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir niðurrifið enda verði það framkvæmt í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.

 6.         Erindi nr. 2009002. Sæmundur Á. Óskarsson, byggingatæknifræðingur, sækir fyrir hönd Þorsteins H. Sigurjónssonar, kt. 150153-4419 um afmörkun byggingarreits fyrir íbúðarhús á jörðinni, Sæbergi L144053. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir byggingarreitinn.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn.

 7.         Erindi nr. 2008029. Halldór Gísli Guðnason, kt. 061048-3679, sækir um leyfi til að rífa gamla íbúðarhúsið á Þóreyjarnúpi, mhl 03, L144515. Íbúðarhúsið er byggt 1908 og er því orðið 112 ára gamalt.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og kallar eftir umsögn Minjastofnunar vegna aldurs hússins.

 8.         Erindi nr. 2008032. Davíð Gestsson, kt. 171264-4489, sækir fyrir hönd SKVH ehf, kt. 590106-0970, með erindi mótteknu 5. ágúst sl. um bráðabirgðaleyfi fyrir breyttri akstursleið fyrir fjárflutningabíla á tímabilinu 1. september til 31. október 2020, milli kl. 08.00 og 18.00. Ekið verði frá Norðurbraut upp Hvammaveg og beygt inná lóð sláturhússins fyrir ofan fjárréttina. Uppgefin ástæða beiðninnar: „Núverandi leið að rétt er um bílaplan starfsmanna og vinnusvæði Sláturhússins. Á vinnusvæði þar sem fjárbílar þurfa að keyra um myndast blóðvökvi, sem Matvælastofnun mun ekki samþykkja. Þess vegna er mikilvægt fyrir starfsemina að aksturleið verði eins og áður var um getið. Aksturstími 08:00 – 18:00“. Umsækjandi bendir á að þvottaplan fyrir fjárbíla er norðan við sláturhúsið og veldur ekki ónæði íbúa.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir bráðabirgðaleyfi fyrir breyttri aksturleið fyrir fjárflutningabíla á tímabilinu 9. september til 31. október 2020. Breyttri aðkomu skal lokað um leið og leyfið rennur út og gengið frá svæðinu til fyrra horfs eins fljótt og auðið er. Hallfríður Ólafsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 9.         Erindi nr. 2009001Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449, sækir fyrir hönd K.L.H., kt. 420614-1280 um uppsetningu hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla við Víðigerði L144644, sem tilkynnta framkvæmd, undaþegna byggingarleyfi. Meðfylgjandi er teikning 200802-VG0701, gerð af Bjarna Þór Einarssyni byggingartæknifræðingi. Áformað er að leggja bundið slitlag á hluta lóðarinnar, eins og sýnt er á sömu teikningu. Um er að ræða hleðslustöð frá Orku Náttúrunnar, sem mun sjá um framkvæmdina. Meðfylgjandi er einnig teikning af skýli yfir búnaðinn frá ON.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að umsóknin verði meðhöndluð sem tilkynnt framkvæmd.

 10.     Erindi nr. 2009012. Elísabet Bjarnadóttir, kt. 240249-3599 Ásbraut 6, óskar eftir því að kantsteinn verði lækkaður á um 2 metra kafla til suðurs frá núverandi innkeyrslu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið. 

11.     Erindi nr. 2008013. Svava Lilja Magnúsdóttir, kt.  230759-5299, sækir með tölvupósti mótteknum 6. ágúst sl. um staðfestingu á afmörkun lóðar sinnar Klapparstígs 7, L144345, í samræmi við fyrirliggjandi lóðarblað gerðu af Skúla Hún Hilmarssyni, dags. 05.03.2020. Lóðin er 538 m2 en var skráð 505 m2 í fasteignaskrá. Málið var áður á dagskrá 323. fundar skipulags- og umhverfisráðs og er nú tekið fyrir aftur vegna formgalla á málsmeðferð þar sem aðeins 2 greiddu atkvæði.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið. Pétur Arnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Tekið á dagskrá:

12.   Erindi nr. 1909017. Lagðir eru fram nýir uppdrættir af fyrirhugaðri legu ljósleiðara í Vesturhópi út Vatnsnes frá Gottorp í Krossanes. ábyrgðarmaður uppdráttanna er Skúli Húnn Hilmarsson. Tekið hefur verið tillit til ábendinga Minjastofnunar við ákvörðun á legu ljósleiðarans auk samráðs við landeigendur.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirhugaða legu ljósleiðara í Vesturhópi út Vatnsnes frá Gottorp í Krossanes.

 

 

Lagt fram til kynningar:

Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 56 og 57.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

                                                                                                           Fundi slitið kl. 18:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?