319. fundur

319. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. apríl 2020 kl. 15:00 fjarfundabúnaður.

Fundarmenn

Guðjón Þórarinn Loftsson formaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir og Birkir Snær Gunnlaugsson.

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson.
Slökkviliðsstjóri: Jóhannes Kári Bragason

Fundargerð ritaði: Ína Björk Ársælsdóttir

Dagskrá:
1. Erindi nr. 1910007. Flatnefsstaðir, ósk um niðurfellingu framkvæmdaleyfis.
2. Erindi nr. 2003063. Nestún 1, staðsetning varaaflsstöðvar.
3. Erindi nr. 2003088. Hrútatunga lóð, deiliskipulag vegna tengivirkis.
4. Erindi nr. 2003043. Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 umsögn.

Afgreiðslur:
1. Erindi nr. 1910007. Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2019, umsókn frá Ástmundi A. Norland kt. 070766-4859 og Hanný Norland Heiler kt. 230562-7929, um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku í landi Flatnefsstaða til styrkingar á vegi að bílastæði eins og hann er sýndur á deiliskipulagi Flatnefsstaða. Borist hefur ósk frá umsækjendum að framkvæmdaleyfið verði fellt úr gildi og framkvæmdaleyfisgjaldið endurgreitt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framkvæmdaleyfið verði fellt úr gildi en tekur ekki afstöðu til endurgreiðslu framkvæmdaleyfisgjaldsins.

2. Erindi nr. 2003063 & 2004008. Heilbrigðisstofnun vesturlands (HVE) sækir um leyfi til að setja niður varaaflsstöð fyrir Sjúkrahúsið á Hvammstanga á lóð Heilsugæslustöðvarinnar, Nestúni 1. Varaaflsstöðin verður staðsett sunnan við lóð spennistöðvar RARIK, Nestún 1b. Fyrir ráðinu liggur að samþykkja lóðarmörk milli Spítalstígs 5, L144400, og Nestúns 1, L144379. Einnig að samþykkja afmörkun Nestúns 1B, L144381 þar sem komið hefur í ljósa að hnit lóðar RARIK, voru ekki rétt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda um staðsetningu varaflsstöðvarinnar. Einnig eru lóðarmörk milli Nestúns 1 og Spítalastígs 5 samþykkt. Leiðrétt hnit lóðar Nestúns 1B eru einnig samþykkt.

3. Erindi nr. 2003088. Landsnet hf, kt. 580804-2410, lóðarhafi iðnaðar- og athafnalóðarinnar Hrútatunga lóð, með landnúmer 180672 óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina. Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 yrði deiliskipulagið unnið á kostnað lóðarhafa. Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 1.1 dags. 27.03.2020 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Umsækjandi óskar eftir samþykki Skipulags- og umhverfisráðs og staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti málsmeðferð skv. skipulagslögum.
Fyrirhugað er að afleggja núverandi tengivirki Landsnets, fjarlægja það og byggja yfir nýtt og fyrirferðarminna tengivirki á lóðinni þess í stað. Lóðin er í aðalskipulagi skilgreind sem landbúnaðarsvæði og því kallar þessi breytta landnotkun á breytingu á aðalskipulagi þar sem landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í iðnaðarsvæði (I).
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna.

4. Erindi nr. 2003043. Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016. Óskað er eftir umsögn frá Húnaþing vestra um skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna, fyrir sitt leyti.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Lagt fram til kynningar:
1. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 48.


Fundi slitið kl. 17:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?