318. fundur

318. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson formaður, Guðjón Þórarinn Loftsson varaformaður, Guðmundur Ísfeld, Erla Björg Kristinsdóttir og Birkir Snær Gunnlaugsson.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson, byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson.

Dagskrá:

  1.       Erindi nr. 2002043. Kollsá 1, landskipti.
  2.      Erindi nr. 2002030. Eftri-Núpur, niðurrif fjárhúsa.
  3.       Erindi nr. 2001051. Niðurstaða grenndarkynningar Brekkugötu 10.
  4.        Erindi nr. 2003010. Ásbreið, afmörkun landeignar.

 

Afgreiðslur:

  1.        Erindi nr. 2002043. Lilja K. Ólafsdóttir kt. 280570-3389 sækir, í umboði Sigurðar Kjartanssonar og Jóhanns Ragnarssonar, eigenda Kollsár 1, L142204, um stofnun lóðar úr landi jarðarinnar. Lóðin fær staðfangið Kollsá 4A. Landnúmer kemur síðar. Lóðin óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Kollsá 1.  Á lóðinni standa eftirtalin hús: Fjárhús mhl. 06 0101 frá 1958 og Véla- og verkfærageymsla mhl. 15 0101 frá 1973.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin og felur byggingarfulltrúa að ganga frá skráningu lóðarinnar í fasteignaskrá.

 2.       Erindi nr. 2002030. Örnólfur Björgvinsson, kt. 170151-2329, sækir með erindi mótteknu. 20.02.2020, um leyfi til að rífa fjárhús með áburðarkjallara, mhl. 06, á jörð sinni Efra-Núpi í Miðfirði, L144069.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda. Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlits viðvíkjandi útfærslu förgunar/urðunar og meðferð spilliefna.

 3.       Erindi nr. 2001051. Sólborg Dóra Eðvaldsdóttir, kt. 240139-4569, sækir með erindi mótteknu 29.01.2020, um leyfi til að innrétta íbúð í bílskúr á lóð sinni Brekkugötu 10. Byggingarmagn á lóðinni eykst ekki. Nýtingarhlutfall er 0,23. Málið var áður á dagsskrá 317. fundi ráðsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta notkun þar sem niðurstaða grenndarkynningar var sú að enginn gerði athugasemd við breytingu bílskúrsins í íbúð. Málið verður afgreitt af hálfu byggingarfulltrúa þegar teikningar og önnur nauðsynleg gögn hafa borist.

 4.       Erindi nr. 2003010. Sverrir Sigurðsson leggur fram hnitsettan uppdrátt af landi sínu Ásbreið á Hvammstanga, L144481. Uppdrátturinn er dags. 2. mars 2020, gerður af Skúla Hún Hilmarssyni og er byggður á merkjalýsingu í afsali „420-A-7769“ þinglýstu 17.02.1940. Landareignin er skráð 10 ha. í fasteignaskrá en mælist 10,8 ha.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir hnitsettan uppdrátt og leiðrétt flatarmál landsins.

 

Lagt fram til kynningar:

  1. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 47.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                   Fundi slitið kl. 17:30

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?