304. fundur

304. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 17:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Erla Björg Kristinsdóttir, Guðmundur Ísfeld, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir og Birkir Snær Gunnlaugsson.

 

 

Starfsmenn

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Erla Björg Kristinsdóttir

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1811001. Víðihlíð, afmörkun lóðar.
  2. Erindi nr. 1802066. Víðihlíð, N1 eldsneytisafgreiðsla
  3. Erindi nr. 1811023. Tjarnarbrekka, útlitsbreyting.
  4. Erindi nr. 1810019. Melavegur 7, bílskúr, niðurstaða grenndarkynningar.
  5. Erindi nr. 1808026. Hvoll lóð nr. 26, bátaskýli, niðurstaða grenndarkynningar.
  6. Erindi nr. 1612012. Húksheiðarafréttur, breyttur uppdráttur.
  7. Erindi nr. 1611041. Sléttafell á Staðarhreppsafrétti, breyttur uppdráttur
  8. Erindi nr. 1710006. Sólbakki IIA og IIB, staðfesting á nöfnum.

 

Afgreiðslur:
1.    Erindi nr. 1811001. Afmörkun lóðar Víðihlíðar. Margrét Jóhannesdóttir kt. 270445-4119, f.h. Auðunarstaða II ehf. kt. 701106-0240, annars vegar og Júlíus Guðni Antonsson kt. 030463-7499, f.h. Félagsheimilisins Víðihlíðar kt. 690269-3849, hins vegar, hafa lagt fram hnitsettan uppdrátt af lóð Félagsheimilisins, gerðum af Skúla H. Hilmarssyni. Flatarmál lóðarinnar er 23.585 m2 (um 2,36 ha). Stærð lóðarinnar er ekki tilgreind beint í afsali og kaupsamningi frá 2. júlí 1940, en í fasteignaskrá er hún 2 ha. Í samkomulagi og afsali sem fylgir umsókninni, afsalar landeigandi Auðunnarstaða því landi sem kanna að vera umfram það land sem afsalað var árið 1940.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti afmörkun lóðarinnar.
2.    Erindi nr. 1802066. Erindi þar sem Guðný Rósa Þorvarðardóttir sækir fyrir hönd N1 hf um byggingarleyfi til þess að setja upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á plani á lóð félagsheimilisins Víðihlíðar. Innkomin þann 4. des. sl. ný teikning nr. 801 B sem sýnir nýja staðsetningu auglýsingaskiltis og breyttan innakstur. Skiltið er staðsett innan lóðarmarka Víðihlíðar eins og þau eru ákvörðuð á nýjum lóðaruppdrætti, sjá fundarlið nr.1. Skiltið er 7 metra hátt og 2,3 metra breitt. Málið var áður á dagskrá 300. fundar Skipulags- og umhverfisráðs, 2. ágúst sl.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
3.    Erindi nr. 1811023. Erindi þar sem Björn Magnússon, kt. 050947-2709, sækir fyrir hönd Veiðifélags Víðidalsár, kt. 680269-3199, um leyfi til breytinga á gluggum á suðurhlið Tjarnarbrekku, mhl. 01, L144625. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ögmund Skarphéðinsson.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og vísar því að öðru leyti til byggingarfulltrúa.
4.    Erindi nr. 1810019. Niðurstaða grenndarkynningar vegna fyrirhugaðrar byggingar bílageymslu á lóðinni Melavegi 7, sjá fundarlið 7 á 302. fundi Skipulags- og umhverfisráðs þann 11. október sl. Grenndarkynningin fór fram samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 og tók til lóðarhafa Melavegar 5 og 9 og Hjallavegar 8. Magnús Pétursson kt. 290187-3549 óskaði með erindi dags. 11.10.2018 eftir breytingu á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar byggingar bílageymslu á lóð sinni að Melavegi 7. Byggingarreitur og byggingaráform voru genndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melavegar 5 og 9 ásamt Hjallavegi 8, frá 19. október til 23. nóvember. Tvö skrifleg jákvæð svör bárust og ekkert neikvætt svar barst. Fyrir fundinum liggur, til kynningar, teikning af bílskúr gerð af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni, kt. 020884-3639.

Skipulags- og umhverfisráð staðfestir grenndarkynninguna og vísar málinu að öðru leyti til byggingarfulltrúa.
5.    Erindi nr. 1808026. Niðurstaða grenndarkynningar vegna byggingar bátaskýlis á frístundalóðinni Hvoll lóð nr 26, sjá fundarlið 6 á 302. fundi Skipulags- og umhverfisráðs þann 11. október sl. Grenndarkynningin fór fram samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 og tók til eigenda eftirtalinna lóða: Hvoll lóð nr. 22, 24, 28 og 30 Hvols.  Óttar Karlsson kt.051176-4569sóttimeð erindi dags. 11.10.2018 um byggingarleyfi fyrir bátaskýli/jarðhýsi í landi sínu Hvoll lóð nr. 26,  L193269, samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 001 og 002 dags. 17.09.2018. Stærð húss er 34,4m2. Byggingaráformin og staðsetning hússins voru genndarkynnt fyrir áðurtöldum lóðarhöfum, frá 23. október til 23. nóvember. Tvö skrifleg jákvæð svör bárust og ekkert neikvætt svar barst. Fyrir fundinum liggur, til kynningar, teikning af bátaskýli gerð af Óttari Karlssyni.  

Skipulags- og umhverfisráð staðfestir grenndarkynninguna og vísar málinu að öðru leyti til byggingarfulltrúa.
6.    Erindi nr. 1612012. Regína Sigurðardóttir leggur, fyrir hönd Íslenska ríkisins, kt. 540269-6459, í umboði forsætisráðherra, inn leiðréttan uppdrátt af þjóðlendunni Húksheiði, L144081. Breytingin felst í leiðréttingu lína sem dregnar eru milli hnitpunkta. Leiðréttur uppdráttur er í betra samræmi við lýsingu í úrskurði óbyggðanefndar.  Áður á dagskrá 278. fundar ráðsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppdráttinn.
7.    Erindi nr. 1611041. Regína Sigurðardóttir leggur, fyrir hönd Íslenska ríkisins, kt. 540269-6459, í umboði forsætisráðherra, inn leiðréttan uppdrátt af þjóðlendunni Sléttafell á Staðarhreppsafrétti. Breytingin felst í leiðréttingu lína sem dregnar eru milli hnitpunkta. Leiðréttur uppdráttur er í betra samræmi við lýsingu í úrskurði óbyggðanefndar. Áður á dagskrá 277. fundar ráðsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppdráttinn.
8.    Erindi nr. 1710006. Byggingarfulltrúi leggur til að nöfn eftirtalinna lóða sem stofnaðar voru úr landi Sólbakka verði: Sólbakki IIA lnr. 225983 og Sólbakki IIB lnr. 225982. Þetta er í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt. Áður á dagskrá 300. fundar Skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytt nöfn.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?