299. fundur

299. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 5. júlí 2018 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Erla Björg Kristinsdóttir, og Hallfríður Ólafsdóttir. Guðmundur Ísfeld boðaði forföll og ekki náðist í varamenn.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson, byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

  1.       Erindi nr. 1806029. Litla Borg ehf.  Umsókn um stofnun 7 lóða skv. deiliskipulagi.
  2.      Erindi nr. 1802082. Gottorp. Umsókn um byggingarreit fyrir sumarhús.
  3.      Erindi nr. 1806052. Orkufjarskipti hf. Ljósleiðari frá Brú að tengivirki við Hrútatungu.
  4.      Erindi nr. 1806077. Byggðasafn Húnþings og Stranda. Umsókn um skilti.
  5.       Erindi nr. 1706012. Deiliskipulag hafnarsvæðis. Athugasemdir.

Tekið á dagskrá:

6.       Erindi nr. 1803060. Víðihlíð, minniháttar breyting á aðalskipulagi.

7.       Erindi nr. 1807006. Arnarvatnsheiði. Nýtt þjónustuhús.

8.       Erindi nr. 1807007. Vegagerðin, framkvæmdaleyfi vegna Tjarnarár.

9.       Erindi nr. 1807011. Kolugil, byggingarreitur fyrir gestahús.

 

Afgreiðslur:

  1.     Erindi nr. 1806029. Eiríkur Hans Sigurðsson, kt. 040542-3619, sækir fyrir hönd Litlu-Borgar ehf, kt. 581186-1189, um stofnun 7 lóða samkvæmt Deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Litlu Borgar frá 1990. Um er að ræða: Tjarnarketil 1 lnr. 227104, Tjarnarketil 3 lnr. 227043, Tjarnarketil 4 lnr. 227044, Breiðuvík 3 lnr. 227105, Breiðuvík 4 lnr. 227106, Breiðuvík 5 lnr. 227107 og Breiðuvík 7 lnr. 227108.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðanna.

2.    Erindi nr. 1802082. Davíð Árnason sækir f.h. Ingibjargar Hjaltadóttur með erindi dags. 26.02.2018, um byggingarreit í landi Gottorps vegna fyrirhugaðra framkvæmda samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Innkominn breyttur uppdráttur þar sem byggingarreitur hefur verið minnkaður. Málið var áður á dagskrá 297. fundar Skipulags og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn með vísan í fyrri umfjöllun ráðsins.

3.    Erindi nr. 1806052. Benedikt Haraldsson, sækir fyrir hönd Orkufjarskipta hf, kt. 561000-3520, með bréfi mótteknu 19.6.2018, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Rarik-spenni við Brú að tengivirki Landsnets í Hrútatungu, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Í umsókn stendur eftirfarandi um vinnubrögð og frágang: „Plæging verður framkvæmd með jarðýtu á flotbeltum og eins verður beltagrafa sem fer á eftir og lokar plógfarinu. Öll ummerki framkvæmdarinnar á yfirborði verða lagfærð. Sáð verður í þau jarðvegssár sem verða í grónu landi“. „Ummerki munu hverfa að mestu á einu sumri í grónu landi, en á melum geta þau verið lengur að jafna sig.“

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið.

4.    Erindi nr. 1806077. Benjamín Kristinsson sækir fyrir hönd Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, kt. 490767-0109, um leyfi til að koma fyrir auglýsinga- /leiðbeiningarskiltum um safnið við Hringveginn sitt hvoru megin við Reykjaskólaveg. Skiltin eru 1 m á hæð og 2 m á breidd, staðsett utan veghelgunarsvæðis. Meðfylgjandi eru leyfi landeigenda og myndir af skiltunum og staðsetningu þeirra.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við uppsetningu skiltanna.

5.    Erindi nr. 1706012. Deiliskipulag hafnarsvæðisins.Skipulagsstofnun telur sig vanta frekari útskýringar til að geta tekið afstöðu til nýsamþykkts deiliskipulags Hvammstangahafnar, sbr. bréf Skipulagsstofnunar dagsett 14. júní 2018. Fyrir fundinum liggur að fara yfir þær skýringar sem sendar verða Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skýringar skipulagsfulltrúa eins og þær liggja fyrir fundinum.

6.    Erindi nr. 1803060. Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar dagsett 15. júní 2018 um afgreiðslu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026, vegna Víðihlíðar/Víðgerðis. Fyrir liggur frekari rökstuðningur frá skipulagsfulltrúa ásamt útfylltum gátlista um óverulegar breytingar á aðalskipulagi og að niðurstaða ráðsins sé sú að um óverulega breytingu sé að ræða. Umfang breytingar sé þess eðlis að hún sé ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á einstaka aðila, ekki sé verið að auka við byggingarmagn og megin breytingin sé að færa eldsneytisafgreiðslu yfir þjóðveginn þar sem sé meira athafnarými og að núverandi staðsetning sé á bráðabirgðaleyfi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skýringar skipulagsfulltrúa eins og þær liggja fyrir fundinum og að farið verði með málið sem óverulega breytingu á aðalskipulagi.

7.    Erindi nr. 1807006. Bjarni Þór Einarsson, sækir fyrir hönd Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru, kt. 631097-2199, um leyfi til að reisa þjónustuhús á byggingarreit sem nýlega var skilgreindur með breytingu á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, enda samræmast byggingaráformin staðfestu deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun afgreiða málið að öðru leyti.

8.    Erindi nr. 1807007. Margrét Silja Þorkelsdóttir sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar, um framkvæmdaleyfi vegna nýbyggingar Vatnsnesvegar um Tjarnará. Einnig er óskað eftir ákvörðun sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisárhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Efnismagn er 20.000 m3 sem tekið verður úr námum við Byrgjamel, og Syðri Tjarnarmel, sitthvoru megin Kataldalsár hjá Hundafossi, í landi Tjarnar. Efnisvinnsla fer fram á Birgjamel, norðan ár. Fyrirhugað er að byggja 7 m breiðan og 60 m langan stokk í Tjarnará í stað núverandi brúar. Framkvæmdin og fyrirhugaðar námur eru í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra sem var samþykkt af sveitastjórn á 301. fundi þann 14. júní 2018 og bíður formlegrar gildistöku.

Skipulags- og umhverfisráð er samþykkt veitingu framkvæmdaleyfis. Ráðið telur að framkvæmdin sé ekki matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem 20.000 m3 er verða teknir úr námum, eru vel innan marka og frágangur að loknum framkvæmdum er vel skilgreindur í aðalskipulagi. Annað efni sem notað er í framkvæmdinni, 50.000 m3, kemur úr skeringum og er ekki reiknað sem efnistaka heldur hluti af formun vegarins.

9.    Erindi nr. 1807011. Ingveldur L. Gestsdóttir, kt. 020282-2909 sækir um byggingarreit fyrir gestahús á jörðinni Kolugili, lnr. 144619. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur gerður af Önnu Margréti Jónsdóttur, dagsettur 05.07.2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn.

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 23. afgreiðslufundar byggingafulltrúa.

Guðmundur Ísfeld Kristjánsson boðaði forföll og ekki náðist í varamenn.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?