298. fundur

298. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Guðrún Eik Skúladóttir, Ragnar Smári Helgason og Árborg Ragnarsdóttir.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson, byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðrún Eik Skúladóttir

Dagskrá:

 1.       Erindi nr. 1805025. Rarik ohf.  Umsókn um lóð fyrir dreifi- og rofastöð við Reykjaskóla
 2.     Erindi nr. 1805032. Vegagerðin. Víðidalstungunáma. Umsókn um framkvæmdaleyfi
 3.     Erindi nr. 1805048. Húnaþing vestra. Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Hrútafirði
 4.     Erindi nr. 1805049. Húnaþing vestra. Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari norðan Hvammstanga
 5.      Erindi nr. 1806002. Brandagil, landskipti og stofnun lóðar að Brandagili (landnúmer 226987
 6.       Erindi nr. 1712010. Aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026, breytt lega Vatnsnesvegar við
  Tjörn
 7.      Erindi nr. 1806003. Selasetur Íslands. Flatnefsstaðir skipulagslýsing
 8.      Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 22. fundur

 

Afgreiðslur:

 1.       Erindi nr. 1805025. Rögnvaldur Guðmundsson sækir fyrir hönd Rarik ohf um stofnun lóðar úr landinu Reykjatanga, lnr. 191242, fyrir dreifi- og rofastöð við Reykjaskóla. Um er að ræða stöð af gerðinni ABB Magnum 300; lengd 3,0 m, breidd 2,2 m og hæð 2,46 m.  Lóðin verður 25 m2 að flatarmáli og fær landnúmerið 226999. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun lóðarinnar og legu háspennustrengs að lóðinni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stofnun lóðarinnar.

2.       Erindi nr. 1805032. Vegagerðin sækir með bréfi dags. 16. maí 2018, um framkvæmda-leyfi vegna efnistöku úr Víðidalstungunámu (E41) og Kjalarnámu (E47) . Áætlað er að vinna 3000 m3 af efni úr hvorri námu, til viðhalds á Víðidalsvegi (715). Námurnar eru opnar og verður efnið unnið á þeim svæðum sem sýnd eru á meðfylgjandi myndum. Áætlað er að efnisvinnsla hefjist sumarið 2018. Að efnistöku lokinni verður svæðið jafnað og aðlagað landslagi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að vinna efni áfram í námunum síðar.

Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr 106/2000 og fellur þar í flokk C undir lið 2.04.  Vegagerðin óskar eftir úrskurði sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin sé matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi eru samningar við landeigendur frá vori 2013 og myndir sem sýna efnistökusvæðin.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé ekki matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem efnismagn er vel innan marka og frágangur að loknum framkvæmdum er vel skilgreindur í aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið.

   3.       Erindi nr. 1805048. Lúðvík F. Ægisson, kt. 040287-2139, sækir fyrir hönd Húnaþing vestra um framkæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Hrútafirði, samkvæmt uppdráttum gerðum af Skúla H. Hilmarssyni, kt. 190575-4679: „Tengingar ljósleiðara Hrútafirði 2018“ dags.: 11.04.2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið.

    4.       Erindi nr. 1805049. Lúðvík F. Ægisson, kt. 040287-2139, sækir fyrir hönd Húnaþing vestra um framkæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara norðan Hvammstanga, samkvæmt uppdráttum gerðum af Skúla H. Hilmarssyni, kt. 190575-4679: „Tengingar ljósleiðara Miðfirði 2018“ dags.: 21.05.2018.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið.

   5.       Erindi nr. 1806002. Gísli Jón Magnússon, kt. 101275-3969 og Guðmundur Magnússon. kt. 211065-5169, sækja með bréfi dagsettu 30. maí 2018, fyrir hönd 12H13 ehf, kt. 610613-1600,   um heimild til að skipta lóð, sem er tæpir 1,7 ha, úr landi jarðarinnar Brandagils í Hrútafirði, lnr. 144019, samkvæmt uppdrætti gerðum af Bjarna Þór Einarssyni, dags. 28. maí 2018. Landspildan óskast tekin úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlisréttur og hlunnindi tilheyra áfram Brandagili, lnr. 144019. Lóðin, Brandagil lóð, fær landnúmerið 226987.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin.

   6.       Erindi nr. 1712010. Tekin fyrir eftir auglýsingu breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2016 vegna breyttrar legu Vatnsnesvegar ásamt umsögnum sem borist hafa. Breytingin var auglýst frá og með þriðjudeginum 24. apríl til þriðjudagsins 5. júní 2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir hafa borist frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Ferðamálastofu, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni en Ferðamálstofa, Vegagerðin og Umhverfisstofnun bentu á hluti sem þarfnast lagfæringa en hafa ekki efnisleg áhrif á tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   7.       Erindi nr. 1806003. Sigurður Líndal Þórisson, f.h. Selaseturs Íslands ehf, kt. 700605-0190, sækir um heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Flatnefsstaða á Vatnsnesi samkvæmt meðfylgjandi tillögu að skipulagslýsingu dagsettri 31. maí 2018 gerðri af Landslagi. Fyrir liggur undirritað samþykki landeigenda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar.

8.       Lögð fram til kynningar fundargerð 22. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

 

Námubókhald

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að farið verði í að búa til námubókhald yfir þær námur sem tilgreindar eru í aðalskipulagi Húnaþings vestra, til að ná yfirsýn yfir heildarefnistöku úr námunum.

 

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?