285. fundur

285. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. júlí 2017 kl. 17:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Árborg Ragnarsdóttir og Ragnar Smári Helgason

Fundargerð ritaði: Pétur Arnarson

Dagskrá:

  1. Erindi nr. 1706011. Stóra-Ásgeirsá land 217997, frístunda og geymsluhús.
  2. Erindi nr. 1705034. Stóra-Ásgeirsá land 217996, frístundahús.
  3. Erindi nr. 1406016. Refsteinsstaðir II, skráningu breytt úr sumarhúsi í íbúðarhús.
  4. Erindi nr. 1706026. Lindarvegur, frístundahús, leyfi fyrir parhús á lóðum, fyrirspurn.

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1706011. Jón Ingi Björgvinsson kt. 191163-3469 og Aðalheiður S. Einarsdóttir kt. 050860-4349 sækja með erindi mótt. 11.06.2017 um byggingarleyfi til að reisa sambyggt frístunda- og geymsluhús í landi Stóru Ásgeirsár lnr. 217997 samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 726001 A-101 - 103 frá Stoð ehf. Verkfræðistofu dags. 25. júní 2017 ásamt samþykktri grenndarkynningu hlutaðeigandi aðila.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda en vísar málinu að öðru leyti til byggingarfulltrúi til afgreiðslu.

2. Erindi nr. 1705034. Elías Guðmundsson kt. 150649-3159 sækir með erindi mótt. 15. maí 2017 um byggingarleyfi til að reisa frístundahús með bílskúr í landi Stóru-Ásgeirsár lnr. 217996. Samkvæmt meðfygjandi teikningum nr. 1216 A-102-103 dags. 30.05.2017 frá GÁG verk- og tækniráðgjöf, ásamt samþykktri grenndarkynningu hlutaðeigandi aðila. Málið var áður á dagsskrá 283. fundar Skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjenda en vísar málinu að öðru leyti til byggingarfulltrúi til afgreiðslu.

3. Erindi nr. 1406016. Guðmundur Jónsson kt. 180268-3169 sækir með erindi dags. 21. júní 2017 um leyfi til þess að breyta skráningu frístundahúss mhl. 03 að Refsteinsstöðum II lnr. 186722 í íbúðarhús samkvæmt meðfylgjandi teikningum mótt. 16. júní 2017 nr. C50 101 og 102 frá Verkís.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda.

4. Erindi nr. 1706026. Reynd að smíða ehf. kt. 5501070820 óskar með erindi dags. 21. júní 2017 fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags eftir staðfestingu á að fá að byggja frístundahús með fleiri en einni íbúð á hverri lóð við Lindarveg.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leiti að reist verði parhús með einu fasteignanúmeri á hverrri lóð. Skilyrði er að byggingarreitur og sérákvæði deiliskipulags gr. 3.10 séu virt að öðru leiti.

 

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:57

Var efnið á síðunni hjálplegt?