282. fundur

282. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 4. maí 2017 kl. 17:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Guðjón Þórarinn Loftsson, Árborg Ragnarsdóttir, Ragnar Smári Helgason.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson Byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Guðjón Þórarinn Loftsson
  1. Erindi nr. 1611037. Kolugljúfur, deiliskipulag, kynning á stöðu mála.
  2. Erindi nr. 1704016. Eyrarland 1, stöðuleyfi fyrir gám.
  3. Erindi nr. 1705001. Syðsti-Ós, landskipti og stækkun lóðar.
  4. Lögð var fram til kynningar fundargerð 17. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 26. apríl 2017.

 

Tekið af dagskrá:

Erindi nr. 1705003. Bæjaröxl, byggingarreitur.

 

Tekið á dagsskrá:

5. Erindi nr. 1705004. Bakkatún 8, nýtt einbýlishús.

 

Afgreiðslur:

  1. Erindi nr. 1611037. Farið var lauslega yfir deiliskipulag Kolugljúfurs og þær hugmyndir sem því tengjast.
  2. Erindi nr. 1704016. Sigurður Björnsson, kt. 170451-4819, sækir um stöðuleyfi fyrir gám til að geyma dekk og fleira. Engar lagnir verður inn eða í kassa. Gámurinn er rúmlega tólf metra frá húsinu og um 8 metra frá lóðarmörkum að sunnan.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda.

3. Erindi nr. 1705001. Ingibjörg Jónsdóttir, kt. 220378-3069, sækir um fyrir hönd Jóns Böðvarssonar, Syðsta Ósi, kt. 150749-4929, að skipta skika út úr jörðinni, Syðsta-Ósi  lnr. 144152 og sameina hann lóðinni Syðsti-Ós lóð, lnr. 200369. Skikinn, sem er 1100 m2, er norðan lóðarinnar eins og fram kemur á meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti, gerðum af Loftmyndum ehf. Lóðin heldur nafni og landnúmeri eftir stækkunina og verður 2835 m2.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir landskiptin og stækkun lóðarinnar.

Guðjón Þórarinn Loftsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

4. Lögð var fram til kynningar fundargerð 17. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 26. apríl 2017.

 

 

 

Tekið á dagsskrá:

5. Erindi nr. 1705004. Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449 sækir f.h. Eric Ruben dos Santos, kt.240972-2129, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Bakkatúni 8, samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Bjarna Þór.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindi umsækjanda með vísan í athugasemdablað.

 

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:43

Var efnið á síðunni hjálplegt?