281. fundur

281. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 6. apríl 2017 kl. 17:00 fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Árborg Ragnarsdóttir, Guðrún Eik Skúladóttir og Ragnar Smári Helgason

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Guðrún Eik Skúladóttir

Dagskrá:

1.   Erindi nr. 1510031. Hafnarsvæðið, deiliskipulag.

2.   Erindi nr. 1601024. Borgarvirki, deiliskipulag.

3.   Erindi nr. 1703031. Borgarhlíð 1, ný lóð.

4.   Erindi nr. 1703047. Rafhleðslustöð við Staðarskála.

5.   Erindi nr. 1610003. Þúfa, grenndarkynning.

6.   Erindi nr. 1703046. Norðurbraut 24, brennslugámur við sláturhús.

7.   Erindi nr. 1703010. Lækjamót land, breyting á nafni.

8.   Erindi nr. 1703048. Höfðabraut 144430, lóð fyrir olíutanka skilað.

9.   Erindi nr. 1704001. Neðri Fitjar, rif á votheysturni og hlöðu.

10. Erindi nr. 1704003. Strandgata 8, endurnýjun á gluggum.

Tekið á dagsskrá:

11. Erindi nr. 1704005. Melavegur 11, þak á bílskúr.

12. Erindi nr. 1704006. Tannstaðabakki, byggingarreitur fyrir fjós.

13. Erindi nr. 1704007. Neðri-Fitjar, byggingarreitur fyrir reiðskemmu.

14. Lögð var fram til kynningar fundargerð 16. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 9. mars 2017.

Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 1510031. Deiliskipulag Hafnarsvæðisins á Hvammstanga.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Framlögð gögn eru greinargerð dags. 9. mars 2017 og deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 2. febrúar 2017, með síðari breytingum. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar á Hvammstanga og er um 11 ha. að stærð. Samkvæmt Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði með mögulega annarri nýtingu að ákveðnu marki s.s. fyrir íbúðarhús.

Megin markmið deiliskipulagsins er að bæta umhverfi hafnarsvæðisins. Að bæta aðstöðu við smábátahöfn ásamt því að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.  Að fyrirkomulag bygginga, gatna og nýrra hafnarstíga styrki bæði og efli ásýnd hafnarsvæðisins og gefi heildstætt yfirbragð. Skilgreindar eru núverandi og nýjar lóðir og lóðarstærðir á svæðinu, meðal annars lóð fyrir fjölbýlishús.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Árborg Ragnarsdóttir bókar eftirfarandi: „Ég hef áður lýst skoðun minni á eldsneytisafgreiðslu við innkeyrslu í portið við Kaupfélagið. Mér finnst aðstæður þar of þröngar fyrir slíka starfsemi og þá auknu umferð sem þessu fylgir.“

2. Erindi nr. 1601024. Borgarvirki, deiliskipulag. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. desember 2016 með athugasemdafresti til 25. janúar 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Sjónaukanum. Skipulagsgögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Umsagnir / athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Útdráttur úr innsendum athugasemdum og svör skipulags- og umhverfisráðs eru aðgengileg á heimasíðu sveitafélagsins merkt ,,Borgarvirki deiliskipulag – athugasemdir og svör, dags. 6. apríl 2017“.

Skipulags- og umhverfisráð vísar tillögunni til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

3. Erindi nr. 1703031. Eiríkur Hans Sigurðsson, kt. 040542-3619 sækir, með tölvuskeyti dagsettu 20. mars 2017, fyrir hönd Litlu Borgar ehf, kt. 540906-0250, um leyfi til að stofna lóð samkvæmt núgildandi deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Litlu-Borgar sem samþykkt var 2013. Nýja lóðin fær nafnið Borgarhlíð 1, lnr. 225119.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda.

4. Erindi nr. 1703047. Umsókn um uppsetningu hlöðu fyrir rafbíla á lóð N1 Staðarskála lnr. 215458. Umsækjandi er Gissur Pálsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, fyrir hönd N1 hf kt. 540206-2010 og í samstarfi við Orku náttúrunnar kt. 521213-0190. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu 3 stæða sem máluð verða græn og verða frátekin fyrir rafhleðslu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda.

5. Erindi nr. 1610003. Grenndarkynning áforma um byggingu veiðihúss á lóðinni Þúfu, lnr. 224533. Tekið fyrir og samþykkt á 272. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann. 04.08.2016 að skipta lóðinni Þúfu út úr Refsteinsstöðum II í samræmi við grein 3.1.1 og 3.2.1 í aðalskipulagi Húnaþings vestra. Var það staðfest á 914. fundi byggðarráðs þann 08.08.2016. Umsókn um byggingarleyfi tekin fyrir á 274. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann. 06.10.2016. Byggingaráform voru samþykkt á 14. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 31.10.2016. Takmarkað byggingarleyfi var gefið út þann 24.11.2016, fyrir sökklum og plötu ásamt tilheyrandi lögnum. Vegna athugasemda sem hafa borist samþykkir skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynning fari fram, til að fá fram og vinna úr athugasemdum sem kunna að vera við byggingu hússins. Grenndarkynningin nái til eftirtalinna jarða: Refsteinsstaða I lnr. 144629, Laufáss lnr. 144621 og Enniskots lnr. 144605.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning og felur byggingarfulltrúa að framkvæma grenndarkynninguna.

6. Erindi nr. 1703046. Umsókn frá Magnúsi Frey Jónssyni kt. 210172-4599 um nýja staðsetningu á brennslugámi í norðausturhorni lóðar sláturhússins, Norðurbraut 24, vegna kröfu slökkviliðsstjóra. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetingu brennslugámsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykktir erindið.       

7. Erindi nr. 1703010. Guðmundur Stefánsson kt. 171154-3409 og Unnur Jóhannesdóttir kt. 091053-7569 sækja með erindi í tölvupósti móttekið 8. mars 2017 um heimild til þess að breyta nafni á landspildu sinni að Lækjarmóti í Víðidal lnr. 217401 úr Lækjarmót Land í Litla- Ból.

Skipulags- og umhverfisráð samþykktir erindið.       

8. Erindi nr. 1703048. Gestur Guðjónsson f.h. Olíudreifingar ehf. kt. 660695-2069 óskar með erindi dags. 28. mars 2017 eftir að skila lóð við Höfðabraut lnr. 144430 sem notuð var undir olíubirgðarstöð félagsins. Engin mannvirki eru á lóðinni og samkvæmt mati leigutaka er ekki talin vera olíumengun á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en fer fram á úttekt óháðs aðila á svæðinu, m.t.t. eftirstöðva mannvirkja, mengunar og lagna í jörðu.  

9. Erindi nr. 1704001. Gunnar Þorgeirsson kt. 240767-5119 sækir með erindi mótt. 3. apríl 2017 um byggingaleyfi til þess að rífa votheysturn mhl. 06 og hlöðu mhl. 07 að Neðri Fitjum lnr. 144627.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.         Ráðið vísar málinu að öðru leyti til heilbrigðiseftirlitsins viðvíkjandi útfærslu urðunar og meðferðar spilliefna.

10. Erindi nr. 1704003. Sveina G. Ragnarsdóttir sækir með erindi dags. 3. apríl 2017 um byggingarleyfi til þess að endurnýja og breyta gluggum í íbúðarhúsi sínu að Strandgötu 8, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Hugmyndin er að færa þá sem næst upprunalegu útliti.

Slökkviliðsstjóri bendir á að BO í svefnherbergjum skulu að lágmarki vera 60cm x 90cm önnur opnanleg fög mega vera minni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykktir erindið og felur byggingarfulltrúa að fylgja eftir.  

 Tekið á dagsskrá:

11. Erindi nr. 1704005. Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449 sækir f.h. Gunnars Sveinssonar og Marínar Karlsdóttur með erindi dags. 4. apríl 2017 um leyfi til þess að setja uppstólað þak á bílskúr að Melavegi 11  lnr. 144371, sem tilkynnta framkvæmd. Meðfylgjandi eru teikn. nr. 170203 – M11A001 dags. 04.04.207 unnar af Ráðbarði sf.  

Skipulags og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við útlitsbreytingu, en vísar málinu að öðru leyti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12. Erindi nr. 1704006. Óskar Már Jónsson kt. 091286-3199 sækir f.h. Máreik ehf. kt. 560606-1250 með erindi dags. 5. apríl 2017 um leyfi til þess að skilgreina byggingarreit og reisa fjós að Tannstaðarbakka lnr. 144054 samkvæmt meðfylgjandi teikn. nr. 2345-048 frá Eflu verkfræðistofu, með stækkunarmöguleika til austurs um 20 m.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn, en vísar málinu að öðru leyti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.      

Guðrún Eik Skúladóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

13. Erindi nr. 1704007. Gunnar Þorgeirsson kt. 240767-5119 sækir með erindi mótt. 5. apríl 2017 um leyfi til þess að skilgreina byggingarreit og reisa reiðskemmu að Neðri-Fitjum lnr. 144627, samkv. teikningum nr. 1707-A101-A102 dags. 17.03.2017 frá bk hönnun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingarreitinn, en vísar málinu að öðru leyti til afgreiðslu byggingarfulltrúa.      

14. Lögð var fram til kynningar fundargerð 16. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 9. mars 2017. 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?