279. fundur

279. fundur skipulags- og umhverfisráðs haldinn fimmtudaginn 2. febrúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal sveitarfélagsins að Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga..

Fundarmenn

Pétur Arnarsson, Guðjón Þórarinn Loftsson, Árborg Ragnarsdóttir, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, og Ragnar Smári Helgason.

Byggingarfulltrúi: Ólafur Jakobsson

Fundargerð ritaði: Fundarritari: Pétur Arnarsson

Dagskrá:

1. Erindi nr. 1510031. Hafnarsvæðið, deiliskipulag.
2. Erindi nr. 1604004. Bjarghúsanáma, deiliskipulag. Innkomin skýrsla vegna grunnvatns.
3. Erindi nr. 1604004. Bjarghúsanáma. Umsókn um framlengingu framkvæmdaleyfis.
4. Erindi nr. 1702001. Hvalsárnáma E-4. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
5. Erindi nr. 1611001. Norðurbraut 1, svör við athugasemdum.
6. Erindi nr. 1607079. Norðurbraut 22A, byggingarleyfi fyrir gististað.
7. Erindi nr. 1701050. Útibleiksstaðir 1, frístundahús, byggingarleyfi.
8. Erindi nr. 1701031. Skálholtsvík I, niðurrif haughúss, mhl 04.
9. Erindi nr. 1701032. Vatnshóll, nýtt ofnakerfi í íbúðarhús.

Tekið á dagsskrá:
10. Erindi nr. 1702004. Dæli. Nýtt ofnakerfi í gistiheimili.
11. Erindi nr. 1607003. Garðavegur 30. Nýjar teikningar

 

Afgreiðslur:

1. Erindi nr. 1510031. Deiliskipulag Hafnarsvæðisins á Hvammstanga. 

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Framlögð gögn eru greinargerð og deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 2. febrúar 2017 og drög að fornleifaskráningu Óskars Leifs Arnarssonar og Sólveigar Huldu Bemjamínsdóttur dags. 2. febrúar 2017. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar á Hvammstanga og er um 11 ha. að stærð. Samkvæmt Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. 

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu þar sem skammur tími hefur gefist til þess að yfirfara gögnin.

 

2. Erindi nr. 1604004. Deiliskipulag fyrir klapparnámu í landi Bjarghúsa var auglýst í Lögbirtingarblaði 2. desember 2016 – 15. janúar 2017, og á sama tíma á heimasíðu Húnaþings vestra. Áður hafði verið auglýst í Sjónaukanum, Morgunblaðinu og heimasíðunni frá 4. maí 2016 – 11. júní 2016. Tvær athugasemdir bárust. Önnur er minniháttar frá Skipulagsstofnun og varðar formsatriði greinargerðar. Tekið hefur verið tillit til þeirra atriða. Hin er frá Kristjáni Vilhjálmssyni Urðarbaki og varðar m.a. vatnsuppsprettur og vatnsból bæja vestan Bjarganna. Skipulags- og umhverfisráð taldi rétt að taka athugasemdina til skoðunar og fór þess á leit við Vegagerðina að leita álits grunnvatnssérfræðinga hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Niðurstaða liggur fyrir og er á þá leið að ekki sé ástæða til að óttast að efnisvinnsla og sprengivinna í Bjarghúsanámu hafi áhrif á grunnvatnsstöðu í Björgunum eða nágrenni þeirra nema hið allra næsta námunni og þá er átt við fáa tugi metra út frá henni. Nánast óhugsandi er að vinnslan geti haft áhrif á tjarnirnar þrjár í Björgunum eða á neysluvatnslindir og vatnsból. 

Skipulags- og umhverfisráð leggur því til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt óbreytt. 

 

3. Erindi nr. 1604004. Vegagerðin sækir, með bréfi mótt. 1.2.2017, um framlengingu á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr klapparnámu í landi Bjarghúsa skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið sem sótt er um að framlengja, var samþykkt á 266. fundi skipulags- og umhverfisráðs 7.4.2016. Um er að ræða klapparnám allt að 10.000 m3 . Skipulags- og umhverfisráð hefur áður úrskurðað að framkvæmdin sé ekki matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem efnismagn sé vel innan marka og frágangur að loknum framkvæmdum sé vel skilgreindur samkvæmt skipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlengingu tímabundins framkvæmdaleyfi til 12 mánaða, eða þar til deiliskipulag fyrir námuna hefur verið staðfest.

 

4. Erindi nr. 1702001. Vegagerðin sækir, með bréfi sem barst 1.2.2017 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr Hvalsárnámu sem er vestan við Innstrandarveg (68) í vestanverðum Hrútafirði í malarhjalla ofan við veg. Einnig óskar Vegagerðin eftir að úrskurðað sé hvort framkvæmdin sé matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Vegagerðin telur að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif á neinn hátt og sé því ekki matsskyld. Náman er merkt E-4 í aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 - 2026. Náman er setnáma. Hámarks efnistaka samkæmt Aðalskipulagi til ársins 2024 er 15.000 m3 og stærð svæðis er 12.000 m2.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé ekki matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem efnismagn er vel innan marka og frágangur að loknum framkvæmdum er vel skilgreindur í aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdaleyfið.

 

5. Erindi nr. 1611001. Innkomnar 2 tillögur að breytingum á bílastæðum við Norðurbraut 1 í framhaldi af athugasemdum sem bárust frá stjórn Félagsheimilisins þegar viðbygging við hótelið var grenndarkynnt. Tillögurnar eru útfærðar af Bjarna Þór Einarssyni. Tillaga I sýnir 3 bílastæði í suðvesturhorni lóðarinnar með einni innkeyrslu frá Klapparstíg. Tillaga II sýnir 6 bílastæði vestarlega á lóðinni og verður keyrt inná þau hvert og eitt yfir gangstéttina frá Klapparstíg.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu I og frestar að öðru leyti afgreiðslu aðaluppdráttar.

 

6. Erindi nr. 1607079. Reimar Marteinsson f.h. Reykjahöfði ehf kt. 531207-1220 sækir með erindi mótt. 2.2.2017 um að endurvekja umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á Norðurbraut 22A úr starfsmannabúðum í gistiheimili. samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 160702 – N22A001-002 frá Bjarna Þór Einarssyni hjá Ráðbarði sf.

Skipulags og umhverfisráð fellst á áætlanir umsækjanda varðandi útlit og frágang utanhúss. Afgreiðsla á framlögðum teikningum er frestað með vísan í athugasemdablað. Leggja skal fram endanlegar teikningar af innra skipulagi eigi síðar en 1. september 2017.

 

7. Erindi nr. 1701050. Stefán Árnason kt. 020346-4269 sækir fyrir hönd Gunnars Baldurssonar kt. 110953-3649 með erindi dags. 25.01.2017 um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi í landi Útibleiksstaða 1 lnr. 224657 samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 2016-048 - 100 dags. 19.12.2016 frá Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu.

 

8. Erindi nr. 1701031. Sveinbjörn Jónsson kt. 171142-7769 sækir með erindi mótt. 19.01.2017 um leyfi til þess að rífa haughús að Skálholtsvík I, lnr. 224316 mhl 04.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindi umsækjanda.

 

9. Erindi nr. 1701032. Halldór Líndal Jósafatsson kt. 120368-5249 sækir með erindi dags. 22.01.2017 um byggingarleyfi vegna tengingar íbúðarhússins að Vatnshól lnr. 144514 við hitaveitu ásamt nýju ofnakerfi því tengt samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 3-1.0 – 1.2 frá VHÁ Verkfræðistofu ehf. dags. des. 2016.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi gögn.

 

Tekið á dagsskrá:

10. Erindi nr. 1702004. Dæli. Víglundur Gunnþórsson kt. 170157-5599 sækir með erindi dags. 01.02.2017 um byggingarleyfi vegna tengingar gistiheimilisins að Dæli lnr. 144603 við hitaveitu ásamt nýju ofnakerfi því tengt samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. P-101 frá Stoð Verkfræðistofu ehf. dags. 17.01.2017.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir innsendar teikningar.

 

11. Erindi nr. 1607003. Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449 leggur fram nýjar teikningar af viðbyggingu við íbúðarhúsið að Garðavegi 30.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir innsendar teikningar

 

Skipulags- og umhverfisráð bendir á að afgreiðslur ráðsins jafngilda EKKI byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfið þegar öll tilheyrandi gögn hafa borist og sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur staðfest fundargerðina.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50

Var efnið á síðunni hjálplegt?