5. fundur

5. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 11. desember 2018 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.    

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Dagskrá:

  1. Uppgjör á heimæðargjöldum hitaveitu 2015-2017
  2. 1804028 Bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, ásamt svarbréfi.
  3. Umsóknir um starf veitustjóra.

 

Afgreiðslur:

  1. Uppgjör á heimæðargjöldum hitaveitu 2015-2017.  Veituráð hefur farið yfir og samþykkt drög að uppgjöri tengigjalda og styrkja frá Orkustofnun vegna framkvæmda í Hrútafirði, Miðfirði og Víðidal árin 2015-2017, og að gert verði upp við þá notendur sem farnir eru að nota hitaveituna fyrir n.k. áramót.
  2. 1804028 Lagt fram til kynningar bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins ásamt svarbréfi vegna kvörtunar Stefáns Ásgeirssonar um mikla hækkun hitaveitugjalda. Við skoðun og samanburð við fyrra ár kemur í ljós að ekki er um hækkun hitaveitugjalda að ræða hjá Stefáni.
  3. Lagðar fram til kynningar umsóknir um starf veitustjóra.  Tvær umsóknir bárust.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?