44. fundur

44. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 6. febrúar 2024 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður,
Gunnar Örn Jakobsson, varaformaður,
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, varamaður.


Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri,
Þorbergur Guðmundsson, leiðtogi veitna. 

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

1.

Vinnslueftirlit Hitaveitu Húnaþings vestra - 2311029

 

Lögð fram til kynningar skýrsla ÍSOR með niðurstöðum vinnslueftirlits Hitaveitu Húnaþings vestra fyrir árið 2022. Í skýrslunni er farið yfir efnainnihald vatns úr þeim borholum sem nýttar eru til húshitunar í sveitarfélaginu ásamt rennsli þeirra. Engar teljandi breytingar eru á efnainnihaldi frá fyrri greiningum en nokkur aukning er á notkun vatns frá Laugarbakka og Reykjum í Hrútafirði en samdráttur í notkun á Borðeyri. Borholur sem notaðar eru standa undir notkun.

 

   

2.

Vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka 2023 - 2305030

 

Þorbegur Guðmundsson leiðtogi veitna fór yfir framkvæmd við lagningu vatnslagnar frá Hvammstanga til Laugarbakka sem tekin hefur verið í notkun.

 

   

3.

Endurnýjun hitaveitulagna Höfðabraut 2024 - 2401093

 

Lögð fram tilboðsgögn vegna framkvæmda við endurnýjun hitaveitulagna á Hvammstanga sumarið 2024. Veituráð gerir ekki athugasemdir við drögin.

 

   

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?