40. fundur

40. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2023 kl. 16:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson formaður og Ármann Pétursson aðalmaður. Gunnar Örn Jakobsson varaformaður boðaði forföll og varamaður komst ekki til fundar.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Björn Bjarnason rekstrarstjóri

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Gunnar Þorgeirsson formaður setti fund.

Afgreiðslur:

Þorbergur Guðmundsson fyrir hönd hitaveitu Húnaþings vestra, Skúli Húnn Hilmarsson sérfræðingur og Sigurbjörn Orri Úlfarsson frá EFLU verkfræðistofu komu til fundar við ráðið kl. 16:00.

1. Lagning vatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka. Sigurbjörn Orri Úlfarsson frá EFLU verkfræðistofu fer yfir uppfærða verkáætlun og lagnaleið vatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka. Veituráð samþykkir framlögð gögn og leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í útboð hið fyrsta.
Sveitarstjóri upplýsir um umsókn sveitarfélagsins í lið C1 á byggðaáætlun um styrk til verksins. Ráðherra hefur úthlutað styrkjunum og fékkst 15 millj. króna styrkur til verkefnisins. Veituráð fagnar styrkveitingunni.
Sigurbjörn Orri vék af fundi kl. 16:28.
Þorbergur og Skúli véku af fundi kl. 16:45.

2. Staða ljósleiðaraframkvæmda. Enn standa eftir örfá staðföng í dreifbýli sem uppfylla skilyrði verkefnisins Ísland ljóstengt en ekki hafa tengst ljósleiðara. Þar sem verkefninu Ísland ljóstengt er nú lokið samþykkir ráðið að þeir fjármunir sem kunna að standa eftir við uppgjör verði auglýstir til úthlutunar til þeirra sem uppfylla skilyrði verkefnisins en ekki hafa tengst ljósleiðara. Sveitarstjóra er falið að taka saman eftirstöðvar verkefnisins, gera drög að úthlutunarreglum og leggja fyrir næsta fund.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.17:27.

Var efnið á síðunni hjálplegt?