39. Fundur

39. Fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2023 kl. 16:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson formaður, Gunnar Örn Jakobsson varaformaður og Ármann Pétursson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.

Björn Bjarnason rekstrarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Framkvæmdir á fjárhagsáætlun ársins 2023. Rekstrarstjóri fer yfir helstu framkvæmdir veitna á árinu 2023.
  2.  Yfirferð framkvæmda, eftirlit og bilanir á veitusviði. Rekstrarstjóri fer yfir yfirstandandi framkvæmdir, eftirlit og bilanir á veitusviði. Lagðar hafa verið tvær nýjar heimtaugar á Hvammstanga, ein í dreifbýli og lögn frá Hrísum í Valdarás tilbúin en þó ótengd. Dæla frá Kirkjuvegi upp í Kirkjuhvamm og Hesthúsahverfi hefur ekki verið að virka sem skyldi og því hefur þurft að takmarka rennsli til sundlaugar. Vandamál hafa komið upp í kaldavatnslögnum á Reykjatanga og Borðeyri.
  3. Verkáætlun um lagningu vatnslagnar frá Hvammstanga fram á Laugarbakka. Rekstrarstjóri fer yfir drög að verkáætlun sem unnin hefur verið í samvinnu við Eflu verkfræðistofu. Unnið er að hönnun og vinnslu útboðsgagna, stefnt á útboð í febrúar og verktíma á bilinu apríl-júní.
  4. Staða ljósleiðara – lok verkefnisins Ísland ljóstengt. Sveitarstjóri fer yfir lok verkefnisins Ísland ljóstengt en lokauppgjör frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu hefur farið fram. Alls voru tengdar 233 tengingar í sveitarfélaginu á árunum 2016-2022. Átaksverkefninu Ísland ljóstengt er nú formlega lokið að hálfu Húnaþings vestra og vill veituráð þakka fyrir góð og traust samskipti við ráðuneytið á meðan á verkefninu stóð.

Fleira ekki tekið fyrir.   Fundargerð upplesin og samþykkt.       Fundi slitið kl.17:27.

Var efnið á síðunni hjálplegt?