33. fundur

33. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 2. nóvember 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Benedikt Rafnsson, veitustjóri

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Yfirferð yfir framkvæmdir, eftirlit og bilanir á veitusviði.

Veitustjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum, eftirliti og bilunum á veitusviði.

Í október voru skráðar fjórar bilanir á hitaveitu, þrjár nýtengingar við hitaveituna og ein við fráveitu.

 

  2. Niðurstöður frá ÍSOR vegna langtímadælingar á Reykjatanga.

Heimir Ingimarsson frá ISOR kynnti niðurstöður langtímamælingar á Reykjatanga. Jarðhitakerfið á Reykjum í Hrútafirði hefur staðið undir 5 L/s vinnslu í sjálfrennsli áratugum saman. Farið var í dæluprófun úr holu RS-14, sem stóð frá 9. júní og óslitið til 9. ágúst, sumarið 2021. Samkvæmt mælingum var að jafnaði dælt rétt tæpum 11 L/s úr holunni. Hafa verður í huga að tíminn sem tók að safna gögnunum sem lágu til grundvallar líkangerðinni er í raun mjög skammur í samanburði við þann tíma sem ætlaður er til aukinnar nýtingar úr jarðhitakerfinu. Ekki er augljóst að náðst hafi jafnvægi í dæluprófun sumarið 2021 þó svo að gögnin bendi til að kerfið hafi stefnt í jafnvægi. Í skýrslunni eru settar fram tvenns konar spár. Annars vegar opið kerfi, sem nær jafnvægi í vatnsborði á tæplega 34 m dýpi miðað við fasta 12 L/s vinnslu, og hins vegar lokað kerfi þar sem vatnsborð fer niður fyrir fóðringu eftir 4 mánuði og myndi því ekki standa undir aukinni vinnslu til langs tíma. Að öllum líkindum er raunveruleikinn á milli þessara tveggja spálíkana. Þó er talið líklegt, miðað við vinnslusögu jarðhitakerfisins, að kerfið sé nær því að vera opið en lokað.

Veituráð telur líkur benda frekar til þess að nægt vatn sé til staðar en öryggisstuðulinn er lágur miðað við eina holu í rekstri og því þarf að skoða allar leiðir til að tryggja rekstraröryggi ef fara á í frekari framkvæmdir.

 

  3.  Ljósleiðari í Hrútafirði og Heggstaðanesi.

Skúli Húnn Hilmarsson kom til fundar og gerði grein fyrir framkvæmdum við ljósleiðara í Hrútafirði og Heggstaðanesi. Framkvæmdum er að ljúka og verður verklokafundur í vikunni. Búið að tengja á Heggstaðanesi og farið verður í tengingar í Hrútafirðinum á næstu mánuðum. Veituráð þakkar Skúla Hún greinargóða yfirferð.

 

  4. Tillaga að þriggja ára áætlun veitusviðs.

Lögð fram tillaga að þriggja ára áætlun fyrir veitusvið. Veitustjóra falið að kostnaðargreina tillöguna.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:17.

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?