31. fundur

31. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 14. september 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson, formaður, Kolbrún Stella Indriðadóttir, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Benedikt Rafnsson, veitustjóri

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Yfirferð yfir framkvæmdir, eftirlit og bilanir á veitusviði.

Veitustjóri fór yfir stöðuna á framkvæmdum, eftirliti og bilunum á veitusviði. Framkvæmdir vegna vatnsöflunar í Grákollulind var lokið í júlí. Endurnýjun á neysluvatns stofnlögn frá vatnstanks fyrir Hvammstanga lauk í ágúst. Endurnýjun hitaveitulagna í Fífusundi lýkur á næstu dögum. Framkvæmdin tafðist lítillega vegna óvæntra framkvæmda við neysluvatnsinntök.

Farið var í eftirlitsferð upp í Mjóadals- og Grákollulindir í byrjun júlí. Lindinar gefa mikið vatn af sér en þörf er á framkvæmdum til þess að auka vatnsflæði í vatnstank. Í júlí byrjun var endurnýjaður eftirlitsmælir fyrir neysluvatn.

Í júlí voru skráð fjórar bilanir á vatnsveitu. Í ágúst voru skráðar fimm bilanir, tvær á hitaveitu og tvær á vatnsveitu.

  1. Langtímadæling á borholu á Reykjartanga.
  2. 9. ágúst sl. lauk langtímadælingingu á Reykjartanga og var þá dæla og mótor tekin úr holunni. Svæðið og holan voru lengri tíma að jafna sig en gert var ráð fyrir eða til seinniparts 10. ágúst og þá var hægt að ræsa framrásardælurnar. ÍSOR vinnur nú úr gögnum úr prufudælingunni og skilar niðurstöðum í byrjun október.

 

   3. 2107055 Umsókn frá Alfreð Alfreðssyni um tengingu við neysluvatn, hitaveitu og fráveitu vegna nýbyggingar á Hvammstanga. Veitustjóra falið að svara erindinu.

 

   4. 2108005 Umsókn frá Reykjarhálsi ehf. Gunnar Ægir Björnsson, f.h. Reykjaháls ehf. óskar eftir tengingu við hitaveitu vegna nýbyggingar á Steinholti í Miðfirði. Veituráð tekur jákvætt í erindið en felur veitustjóra og sveitarstjóra skoða erindið í ljósi fyrirliggjandi samninga við eigendur Syðri-Reykja og Ytri-Reykja um afhendingu á heitu vatni.

Bætt á dagskrá:

  5. 2109030 Umsókn frá Tryggva Rúnari Haukssyni um tengingu við hitaveitu í Jónströð 7. Veitustjóra falið að svara erindinu.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.17:33

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?