23. fundur

23. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 28. júlí 2020 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1.                  Tengir, samstarf um ljósleiðara á Vatnsnesi

Veitustjóri gerði grein fyrir að náðst hefur samkomulag við Tengir ehf. um ljósleiðarakerfi á Vatnsesi. Tengir mun reka ljósleiðarakerfi á Vatnsnesi og leggur til efni og tengingar. Vinnuvélar Símonar ehf. sjá um jarðvinnu fyrir Húnaþing vestra. Síðan er lagður ljósleiðari í samstarfi við Rarik og þar sér Lás ehf. um jarðvinnu. Framkvæmdir eru hafnar á Vatnsnesi vestur.

    2.                 Reykjatangi

Nýr tankur kom á Reykjatanga í gær og var komið fyrir á borsvæði. Verið er að undirbúa tengingu lagna í dag og verður tankurinn tengdur við veituna á morgun 29. júlí. Loka þarf veitunni á meðan tengingar fara fram.

   3.                  Laugarbakki, borholur LB-02 og LB-03, nýjar dælur

Búnaður var tekin upp úr borholu LB-03 á Laugarbakka í viku 29 (13. júlí). Ný dæla var sett niður í holuna og rör, öxlar og annar búnaður endurnýjaður og/eða lagfærður. Borhola LB-02, sem oft er nefnd varahola, sá veitunni fyrir vatni á meðan upptekt aðalholunnar stóð yfir. Búið var að setja nýja dælu í LB-02 og endurnýja búnað eins og þurfti. Aðalholan var svo ræst í lok föstudagsins 17. júlí og hefur reksturinn gengið vel síðan. Þetta eykur rekstraröryggi veitunnar verulega.

   4.                  Önnur mál

Þorsteinn Sigurjónsson lýkur störfum um mánaðarmótin. Veituráð þakkar Þorsteini fyrir samstarfið og gott starf í þágu sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:47

Var efnið á síðunni hjálplegt?