19. fundur

19. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 31. mars 2020 kl. 16:00 í fjarfundi.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1.        Laugarbakki, LB-03 upptekt og endurnýjun á dælu.

Gert er ráð fyrir að fara í upptekt á borholu LB-03 á Laugarbakka 19. júní til 26. júní 2020 eins og kemur fram í meðfylgjandi verkáætlun. Keypt verði ný dæla úr kopar sem verður sett í holuna og dælan sem nú er í holunni verði yfirfarin og geymd sem varadæla ef ástand hennar reynist ásættanlegt. Skipt verði um ýmsan búnað holunnar eins og kemur fram í tilboði frá Deili. Tilboðið hljóðar upp á 14.8 millj. kr. auk ófyrirséðs kostnaðar sem er áætlaður 3. millj. kr.

 

Upptektin mun taka viku og er gert ráð fyrir að borhola LB-02 geti séð hitaveitunni fyrir vatni á meðan á upptektinni stendur. Þetta verður yfirfarið betur en nú þegar hefur verið dælt upp úr holu LB-02 samhliða LB-03 í meira en mánuð.

 

Samþykkt að ganga að tilboðinu frá Deili.

       Reykjatangi

a.       Minnisblað um langtíma dæluprófun

Lagt var fram minnisblað frá ÍSOR sem var gert eftir beiðni veitustjóra og heitir:

Reykir í Hrútafirði - Tillaga að langtímadæluprófi í holu RS-14

Þar er lagt til að gerð verði dæluprófun í 2-3 mánuði til að fá betur staðfest að borhola RS-14 ráði við 10 l/s. Gera þarf lagfæringar á búnaði og tryggja þarf rekstur á núverandi veitu á meðan prófuninni stendur. Kaupa þarf djúpdælu til verksins og tryggja búnað fyrir nauðsynlegar mælingar á svæðinu.

 b.       Nýr afloftunartankur

Lögð var fram tillaga að nýjum afloftunartank og gert ráð fyrir eftirfarandi stærð.

Tankurinn er 2 metrar í þvermál og hæðin er 2,4 metrar frá botni lappa og upp toppflans. Sívali hlutinn er 1,5 metrar.  Óskað hefur verið eftir kostnaðaráætlun við smíði tanksins.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:54

Var efnið á síðunni hjálplegt?