15. fundur

15. fundur Veituráðs haldinn miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 16:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Elín R. Líndal, formaður, Gunnar Þorgeirsson, aðalmaður og Gunnar Örn Jakobsson, aðalmaður.  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. Melahverfi vettvangsferð
Lagt var fram minnisblað veitustjóra um vettvangsferð í Melahverfi með Agnari Sigurðssyni verktaka og Birni Bjarnasyni rekstrarstjóra. Skoðaður var frágangur eftir framkvæmdir í hverfinu, sem er góður.

2. Ljósleiðari, Vatnsnes og Vesturhóp
Fundargerð með Vinnuvélum Símonar var lögð fram og rædd staða samningsins. Byggðasafn Skagfirðinga hefur lagt fram lokaskýrslu: Fornleifaskráning vegna lagningar ljósleiðara á Vatnsnesi. Landasamningar liggja fyrir vegna lagningar ljósleiðarans um 10 lönd/lóðir frá Sauðá að Stöpum. Unnið er að fleiri landasamningum. Efni liggur fyrir hjá Mílu til að byrja verkið.

3. Reykjatangi, hitaveita og vatnsveita
Prufudæling á borholum á Reykjatanga frestaðist, þar sem borinn sem átti að nota var ekki heppilegur fyrir holu RS-14 sem er skáhola. Stefnt er að því að fá annan bor sem hentar betur. Dagsetning hefur ekki verið staðfest.
Upp hafa komið vandmál með vatnsbólið á Reykjatanga og hefur þurft að flytja vatn með tankbíl frá Hvammstanga. Það hefur gerst áður en var óvenju mikið í sumar enda tíðarfar óvenjulega þurrt.
Leita þarf leiða við að tryggja vatn á svæðinu. Búið er að skoða vatnsból við Tannstaðabakka sem var talið alltaf gefa vatn en það var þurrt núna. Einnig voru skoðuð aðrir möguleikar á svæðinu. Haldið verður áfram að leita lausna á vandamálinu.

4. Þjónustumiðstöð (ÞM)
Kynnt var greining á starfssemi ÞM og sagt frá breytingum á starfssemi og fækkun starfsmanna.

5. Hitaveita dreifbýli tengingar
Sagt var frá fimm nýjum tengingum hitaveitu í Víðidal og einnig tengingum í Grundartúni, Bakkatúni og Lindarvegi. Fyrir liggja líka óskir um tvær nýja tengingar í dreifbýli og einnig hafa verið fyrirspurnir.

6. Önnur mál
A) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að staðfesta innsenda gjaldskrá hitaveitunnar og verður hún auglýst í stjórnartíðindum innan 14 daga. Ekki er um hækkun að ræða en felldir niður úreltir gjaldskrárliðir og texti lagfærður.
B) Lagfæringar á hitaveitu í Hrútafirði og Miðfirði eru að mestu búnar og búið að girða kringum tvær dælustöðvar. Unnið verður áfram að lagfæringum eins og aðstæður leyfa.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:33

Var efnið á síðunni hjálplegt?