8. fundur

8. fundur Öldungaráðs haldinn miðvikudaginn 15. nóvember 2023 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Guðmundur Haukur Sigurðsson, Sesselja Kristín Eggertsdóttir, Gyða Sigríður Tryggvadóttir, Ólafur Bergmann Óskarsson, Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir og Eggert Karlsson.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson.

1.

Íbúðir aldraða Nestúni-teikningar - 2311015

 

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti teikningar að breytingum á íbúðum í Nestúni. Öldungaráð bendir á að hanna þarf vel skipulag á eldhúsi og innréttingar í baðherbergi, m.a. hæð á þvottavél og uppþvottavél.

 

Samþykkt

 

   

2.

Erindisbréf Öldungaráðs nóvember 2023 - 2311017

 

Lagt fram nýtt erindisbréf Öldungaráðs til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Gott að eldast - 2310068

 

Verkefnið Gott að eldast kynnt og sú vinna sem hafin er vegna þess. Markmið þess er að samþætta þjónustu við eldri borgara undir einum rekstraraðila. Öldungaráð fagnar því að verkefnið sé komið af stað.

 

   

4.

Starfsáætlun fjölskyldusviðs - 2310075

 

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti starfsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2024. Öldungaráð er sátt við þau verkefni sem eru á áætlun fjölskyldusviðs.

 

Samþykkt

 

   

5.

Bjartur lífstíll - 2311025

 

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti verkefnið Bjartur lífstíll.

 

Samþykkt

 

   

 

Fundi slitið kl. 14:46

Var efnið á síðunni hjálplegt?