6. fundur

6. fundur Öldungaráðs haldinn þriðjudaginn 4. október 2022 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Sesselja Kristín Eggertsdóttir, Eggert Karlsson, Sigríður Tryggvadóttir og Ólafur B. Óskarsson.

Starfsmenn

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson

Dagskrá:
1. Kosning formanns og varaformanns.
Stungið var upp á Guðmundi Hauki Sigurðssyni sem formanni og Jónu Halldóru Tryggvadóttur sem varaformanni. Samþykkt samhljóða.

2. Farið yfir erindisbréf öldungaráðs.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir erindisbréf öldungaráðs. Öldungaráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna nánar jafnræði milli fastanefnda sveitarfélagsins varðandi greiðslur fyrir fundarsetu.

3. Viðmið vegna úthlutunar á íbúðum aldraðra.
Öldungaráð leggur til að bætt verði við viðmiðin og í leigusamninga að ef einstaklingur býr í hjónaíbúð skuli hann færast í einstaklingsíbúð þegar hún losnar. T.d. ef maki fellur frá.

4. Reglur um sal í Nestúni.
Öldungaráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að móta tillögur að reglum um notkun, forgang og/eða útleigu á sal í Nestúni í samráði við íbúa í Nestúni, Félag eldri borgara, umsjónarmann félagsstarfs eldri borgara og húsvörð.

5. Bifreið fyrir dagþjónustu.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá því að sveitarstjórn hefur ákveðið að bjóða út akstur eldri borgara. Öldungaráð leggur áherslu á að gerðar verði kröfur um bifreið með hjólastólalyftu og fjórhjóladrif við útboðslýsingu.

6. Setbekkir á gönguleiðum.
Öldungaráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Kristbjörgu Gunnarsdóttur og Jónu Halldóru Tryggvadóttur að vinna að tillögu um setbekki á gönguleiðum í Húnaþingi vestra.

7. Endurbætur á íbúðum í Nestúni.
Öldungaráð fagnar að unnið sé að endurbótum á eldri íbúðum í Nestúni. Öldungaráð kallar eftir teikningum þegar þær liggja fyrir áður en þær verða endanlega samþykktar.

8. Fyrirspurn um frekari byggingar leigu og/eða sölu íbúða fyrir aldraða við Nestún.
Öldungaráð Húnaþings vestra telur brýnt að sveitarfélagið beiti sér fyrir frekari byggingu á leigu- og/eða söluíbúða ætluðum 60 ára og eldri. Slík aðgerð gerir eldra fólki kleift að minnka við sig og yngra fólki kost á að kaupa eldri eignir sem henta barnafólki. Ráðið telur eðlilegast að horft sé til svæðisins vestan Nestúns sem næsta byggingarreits fyrir slíkar íbúðir.

9. Heilsueflandi samfélag.
Fjölskyldusvið hefur undirbúið leiðsögn fyrir eldri borgara í ræktinni í Íþróttamiðstöð. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur kallað eftir samstarfi við Félag eldri borgara um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara og Heilsueflandi samfélags.

10. HVE á Hvammstanga:
a. Fjöldi hjúkrunarrýma eru 13. Tvö sjúkrarými eru til viðbótar. Áður voru hjúkrunarrými 18. Öldungaráð hvetur sveitarstjórn til að standa vörð um þjónustu HVE á Hvammstanga.
b. Aðgengi að heilsugæslu. Öldungaráð hvetur HVE til að bæta aðgengi í aðalinngangi og sjúkrabílainngangi heilsugæslunnar.

11. Aðgengismál sveitarfélagsins
a. Gangstéttir og göngustígar og betri lýsing. Öldungaráð hvetur sveitarstjórn til að endurskipuleggja gangstéttir við nýframkvæmdir og endurnýjun til að tryggja aðgengi fyrir alla.
b. Aðgengi að sundlaug og skóla. Nýlagt malbik bætir aðgengi fyrir hjólastóla. Öldungaráð hvetur sveitarstjórn til að setja vörn til að bílar hindri ekki aðgang að gangstétt vestan megin á bílaplani við sundlaug.

12. Snjómokstur.
Samningur hefur verið framlengdur. Við nýtt útboð verður gert ráð fyrir mokstri á gangstéttum.

13. Fasteignagjöld eldri borgara
Öldungaráð hvetur sveitarstjórn til að afsláttur til eldri borgara á fasteignagjöldum hækki í sama hlutfalli og hækkun fasteignagjalda.

Var efnið á síðunni hjálplegt?