4. fundur

4. fundur Öldungaráðs haldinn miðvikudaginn 3. nóvember 2021 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður, Jóna Halldóra Tryggvadóttir, varaformaður. Sigurður Björnsson, varamaður, Sesselja Kristín Eggertsdóttir, aðalmaður, Gyða Sigríður Tryggvadóttir, aðalmaður, Eggert Karlsson, aðalmaður og Ólafur B. Óskarsson, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Jenný Þorkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri.

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi.

 

Fundargerð ritaði: Jenný Þorkatla Magnúsdóttir

Dagskrá:
1. Tillaga um hönnun endurbóta á eldhúsum í 12 eldri íbúðum í Nestúni.

2. Frekari íbúðabyggingar fyrir 60 ára og eldri.

3. Skipulag félagsstarfs fyrir 60 ára og eldri.

4. Hugmynd um vikulegar söngstundir fyrir eldra fólk.

5. Kynning á starfi félags trérennismiða á Íslandi.

Afgreiðslur:

1. Öldungaráð Húnaþings vestra beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar Húnaþings vestra að þegar í upphafi næsta árs verði leitast við að hanna endurbætur á 12 eldri íbúðum í Nestúni. Sérstakar áherslur verði á eldhús og bað í þá veru að þær henti betur þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra íbúða nú á dögum. Í framhaldi verði gengið skipulega í breytingar og stefnt að því að ljúka þeim sem fyrst í góðu samráði við leigjendur.

2. Sveitastjóri mætti á fundinn og greindi frá samstarfi við leigufélagið Bríeti um uppbyggingu leigu- og söluíbúða í Húnaþingi vestra.

3. Umræður um félagsstarf eldri borgara í Húnaþingi vestra og hugmyndir að nýju félagsstarfi. Starfsmönnum fjölskyldusviðs falið að taka saman það félagsstarf sem í boði er fyrir fullorðna á vegum sveitarfélagsins og félagi eldri borgara og auglýsa í Sjónauka.

4. Lagt er til að koma á reglulegum söngstundum einu sinni í viku.

5. Lesið var bréf frá félagi trérennismiða og mælt með að fá kynningu á starfinu eftir áramót.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 16.05

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?