3. fundur

3. fundur Öldungaráðs haldinn þriðjudaginn 16. mars 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður, Jóna Halldóra Tryggvadóttir, varaformaður. Sigurður Björnsson, varamaður, Kristín Eggertsdóttir, aðalmaður, Sigríður Tryggvadóttir, aðalmaður, Eggert Karlsson, aðalmaður og Kristín R Guðjónsdóttir, varamður. 

Starfsmenn

Ragheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitastjóri sat undir lið 2 og 3.

Jenný Þorkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri.

Henrike Wappler, yfirfélagsráðgjafi.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá:

1. Íþróttaaðstaða fyrir eldri borgara

a) Kynning á fjölnotarými í íþróttamiðstöð

b) Framtíðarsýn íþróttasvæðis í Kirkjuhvammi

c) Aðstaða fyrir göngufólk innanhúss að vetrarlagi

2. Húsnæðismál

a) Kynning á niðurstöðum húsnæðiskönnunar meðal eldra fólks

b) Mögulegar byggingar fyrir eldri borgara

3. Nestún

a) Athugun á lagfæringum á eldhúsum í eldri íbúðum

b) Tillaga að breytingu á félagsaðstöðu

4. Yfirlit yfir þjónustu við aldraða síðasta árið

5. Umræður um hlutverk og starf öldungaráðs

6. Önnur mál

Afgreiðslur:

1. Fulltrúar starfshóps, Magnús Eðvaldsson og Ína Ársælsdóttir mættu á fundinn og kynntu fjölnotarými í íþróttamiðstöð og framtíðarsýn íþróttasvæðis í Kirkjuhvammi. Ráðið lýsir ánægju með þessa hugmyndavinnu, umræður urðu um málið. Tímar eru til reiðu í íþróttamiðstöðinni fyrir göngufólk að vetralagi.

2. Sviðsstjóri fór yfir niðurstöður húsnæðisskönnunnar sem gerð var á haustdögum 2020. Helstu niðurstöður eru þær að flestir kjósa sér að búa í raðhúsi í einkaeign eða í leigu sem væri 60 – 90 fermetrar. Sveitastjóri ræddi um að sveitarfélagið í samstarfi við Leigufélagið Bríeti stefni að uppbyggingu á hagkvæmum leigu- og söluíbúðum á Hvammstanga. Búið er að auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs. Öldungaráð Húnaþings vestra fagnar samstarfi sveitarfélagsins við Leigufélagið Bríeti. Jafnframs beinir ráðið því til sveitarstjórnar að áfram verði hugað að byggingum ætluðum íbúum 60 ára og eldri.

3. Ráðið beinir því til sveitastjórnar að skoða lagfæringar á meðal annars eldhúsum í eldri íbúðum. Umræður voru um félagsaðstöðu.

4. Yfirfélagsráðgjafi fór yfir þjónustu við aldraða á síðasta ár. Heimaþjónusta sinnir allt að 38 heimilum í sveitarfélaginu, tuttugu og þrjú heimili nýta sér matsendingar. Sjö starfsmenn eru að vinna í þjónustu við aldraða. Samstarf er á milli Húnaþings vestra og HVE um dagþjónustu sem fram fer á sjúkrahúsinu Hvammstanga og eru fjórtán manns sem nýta sér fimm pláss. Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun sagði frá starfi HVE inná heimilum aldraðra og sagði frá því að innlagnabann væri fram í júní á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Öldungaráð Húnaþings vestra lýsir miklum áhyggjum af innlagnabanni á sjúkrahúsi Hvammstanga sem miðast við fjórtán legupláss og bann við nýtingu sjúkraplássa. Ráðið skorar á sveitastjórn að beita sér fyrir að verja þessa þjónustu svo hún leggist ekki af.

5. Ráðsmenn skiptust á skoðunum.

6. Önnur mál. Vangaveltur um líðan eldri borgara á tímum Covid.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 16.35

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?