209. fundur

209. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2024 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Dagný Ragnarsdóttir, varaformaður,
Sigríður Ólafsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ingveldur Linda Gestsdóttir, varamaður,
Halldór Pálsson, aðalmaður,
Stella Dröfn Bjarnadóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Dagbjört Diljá Einþórsdóttir boðaði forföll. Varaformaður setti fund.

1. 

Umsóknir um grenjavinnslu og minkaveiði 2024-2026 - 2403067

 

Lagðar fram umsóknir um grenjavinnslu og minkaveiði 2024-2026. Um er að ræða veiðar á sex svæðum:

Svæði I - Hrútafjörður austur - fyrrum Staðarhreppur - austur að Vesturá og Miðfjarðará, niður að hringvegi (vegnr. 1).
Svæði II - Miðfjörður - fyrrum Torfustaðahreppar fyrir utan svæði skv. Svæði I, auk Bessaborgar allrar þ.e. svæðið austur að Fitjá niður að Fitjaárbrú á Valdarásvegi, þá liggi mörk vestan með Fitjavegi (vegnr. 714) að hringvegi (vegnr. 1) þá vestur að Reyðarlæk suður í Miðfjarðarvatn.
Svæði III - Vatnsnes vestan - fyrrum Kirkjuhvammshreppur utan Þóreyjarnúpslands.
Svæði IV - Vatnsnes austan - fyrrum Þverárhreppur auk Þóreyjarnúpslands.
Svæði V - Víðidalur - fyrrum Þorkelshólshreppur fyrir utan svæði skv. svæði II.
Svæði VI - Hrútafjörður vestur - fyrrum Bæjarhreppur.

Eftirfarandi umsóknir bárust:

Þorbergur Guðmundsson, grenjavinnsla svæði I.
Benedikt Guðni Benediktsson, grenjavinnsla svæði II.
Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, grenjavinnsla svæði III.
Björn Viðar Unnsteinsson, grenjavinnsla svæði IV.
Skúli Ástmar Sigfússon, grenjavinnsla svæði V.
Hannes Guðmundur Hilmarsson, grenjavinnsla svæði VI.

Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningum við ofangreinda aðila.

Engar umsóknir bárust um minkaeyðingu. Formanni landbúnaðarráðs ásamt sveitarstjóra er falið að óska eftir samtali við veiðifélög í sveitarfélaginu um samstarf við minkaeyðingu.



 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:19.

Var efnið á síðunni hjálplegt?