194. fundur

194. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 6. október 2022 kl. 13:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, varaformaður, Halldór Pálsson aðalmaður, Ármann Pétursson varamaður og Dagný Ragnarsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Formaður setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 8. dagskrárlið umgengni um hlið við Þorkelshól og Laufás og sem 9. dagskrárlið uppgjör refa- og minkaveiði fyrir tímabilið 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

Dagskrá:

  1. Sala rjúpnaveiðileyfa 2022.
  2. Fjallskil í Víðidal.
  3. Erindi frá fjallskiladeild Miðfirðinga.
  4. Erindi frá fjallskiladeild Vatsnesinga.
  5. Áætlun vegna refaveiða 2023-2025.
  6. Vetrarveiði á ref.
  7. Starfsáætlun Landbúnaðarráðs.
  8. Umgengni um hlið við Þorkelshól og Laufás.
  9. Uppgjör refa- og minkaveiði fyrir tímabilið 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

Afgreiðslur:

  1. Sala rjúpnaveiðileyfa 2022. Landbúnaðarráð samþykkir að sala rjúpnaveiðileyfa fyrir árið 2022 fari fram hjá Hallfríði Ólafsdóttur, Víðidalstungu. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna sölunnar.

Formaður vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar og tók varaformaður við fundarstjórn á meðan.

2.  Fjallskil í Víðidal. Lagt fram erindi frá fjallskiladeild Víðdælinga vegna talningar fjár úr Húnabyggð.

Valdarásréttir, 9. september:

Steinnes, 309 kindur

Sveinsstaðir, 83 kindur

Sveinsstaðahreppur (aðrir bæir), 175 kindur

Áshreppur, 223 kindur

Víðidalstunguréttir, 10. september:

Steinnes, 629 kindur

Sveinsstaðir, 320 kindur

Sveinsstaðahreppur (aðrir bæir), 421

Áshreppur, 347 kindur

Torfulækjarhreppur, 63

Víðidalstunguréttir, 18. september:

Steinnes, 18 kindur

Sveinsstaðir, 17 kindur

Sveinsstaðahreppur (aðrir bæir), 16 kindur

Áshreppur, 15 kindur

Svínavatnshreppur, 11 kindur

Torfulækjarhreppur, 3 kindur

Heimalandasmölun, Víðidalstungurétt, 25. september:

Uppsalir, 158 kindur

Húnabyggð, 124 kindur

Af framangreindu má sjá að mikill fjöldi fjár úr Húnabyggð sem kemur til réttar í Víðidal án þess að fjallskil séu greidd þar. Brýnt er að finna lausn á þessum vanda. Landbúnaðarráð felur fjallskilastjórn Víðdælinga að koma með tillögu að gjaldtöku vegna þess fjár sem kom í réttir í Víðidal úr Húnabyggð.

3.  Erindi frá fjallskiladeild Miðfirðinga þar sem óskað er eftir að landbúnaðarráð beiti sér fyrir því að Vegagerðin lagfæri og/eða breyti hliðum beggja vegna Austurár við heiðargirðingu. Í sumar hafi hliðin ítrekað verið skilin eftir opin eða opnuð af búfé sem veldur því að það streymir niður í heimalönd. Sveitarstjóra er falið að taka málið upp við Vegagerðina og óska eftir úrbótum í samstarfi við fjallskilastjórn Miðfirðinga.

4.  Erindi frá fjallskiladeild Vatsnesinga vegna skilaréttar á framfjalli Vatnsnesfjalls. Þar kemur fram að skilarétt á framfjalli sem staðsett var við Vatnshól var rifin sökum hreinsunarstarfs vegna riðu sem þar kom upp. Samkvæmt leiðbeiningum MAST er óheimilt að flokka sauðfé í fjárhúsum heima á bæjum að hausti og skal skilarétt á svæðinu staðsett á jörð þar sem ekki er fjárbúskapur. Frá því að réttin var rifin hefur smalamennska á framfjallinu verið vandkvæðum bundin vegna þessa og því brýnt að leysa málið sem fyrst. Lagðar eru til þrjár mögulegar staðsetningar á réttinni, Gauksmýri, Ytri Vellir og Kirkjuhvammur. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort heimilt sé að reisa skilarétt í landi sveitarfélagsins og þá á hvaða svæðum. Einnig hvort fjallskiladeildinni sé heimilt að gera langtíma leigusamning við landeigendur á Gauksmýri fyrir hönd sveitarfélagsins komi til þess að ákveðið verði að staðsetja réttina þar.

Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að heimilað verði að komið verði upp aðstöðu í landi sveitarfélagsins og að sveitarstjóra verði falið að ræða við fjallskilastjórn um staðsetningu hennar.

5.  Áætlun vegna refaveiða 2023-2025. Samningur sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar vegna refaveiða rennur út í lok árs. Í tengslum við vinnu við nýjan samning hefur Umhverfisstofnun sent beiðni um áætlun vegna refaveiða fyrir árin 2023-2025.

Ráðið svarar þeim spurningum sem þar koma fram og felur sveitarstjóra að senda svörin til Umhverfisstofnunar. Ástæða er til að gera athugasemdir við nokkrar spurninganna sem eru leiðandi og ekki til þess fallnar að ná fram raunverulegum aðstæðum. Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri við Umhverfisstofnun.

Ráðið leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að nægilegt fjármagn fáist til refaveiða enda er um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir bændur á svæðinu og mikinn kostnað fyrir sveitarfélagið. Jafnframt vill ráðið benda á neikvæð áhrif tófuágangs á fuglalíf.

6.  Vetrarveiði á ref. Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.000.000 í fjárveitingu á árinu 2023 til vetrarveiða á ref. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiða á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember næstkomandi, með fyrirvara um að fjármagn fáist.

7.  Starfsáætlun Landbúnaðarráðs. Lögð fram drög að starfsáætlun landbúnaðarráðs. Ráðið samþykkir drögin með áorðnum breytingum.

8.  Umgegngi um hlið við Þorkelshól og Laufás. Ráðinu barst ábending um að ítrekað hafi hliðum hjá Þorkelshóli og Laufási aðeins verið lokað með streng en ekki fjárheldum hliðum. Þar með er greiðfært fyrir kindur upp á þjóðveg með tilheyrandi hættu á tjóni og slysum. Landbúnaðarráð ítrekar bann við lausagöngu búfjár við þjóðveg 1 í Húnaþingi vestra. Ráðið bendir á að Vegagerðin ber ábyrgð á að hlið séu fjárheld en umráðamaður lands á því að þeim sé lokað á viðunandi máta.

9.  Uppgjör refa- og minkaveiði fyrir tímabilið 1. september 2021 til 31. ágúst 2022. Lagðar fram upplýsingar um refa- og minkaveiði frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022. Heildarkostnaður vegna refa- og minkaveiði á þessu tímabili er alls kr. 10.204.042. Unnin grendýr eru 120, yrðlingar 299, hlaupadýr 81 og minkar 100. Allnokkur fjölgun er á veiddum dýrum frá fyrri árum og því er mikilvægt að tryggja fjárveitingu til áframhaldandi veiða til að halda stofnunum í skefjum.

Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 14:28.

Var efnið á síðunni hjálplegt?