193. fundur

193. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 3. ágúst 2022 kl. 13:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir formaður, Ingveldur Linda Gestsdóttir varamaður, Halldór Pálsson aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir aðalmaður og Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Dagskrá:

  1. Endurskoðun á starfslýsingu eftirlitsmanns með lausagöngu búfjár.
  2. Svæðisskipting grenjavinnslu og minkaveiða.
  3. Reglulegur fundartími landbúnaðarráðs.

Afgreiðslur:

  1. Endurskoðun á starfslýsingu eftirlitsmanns með lausagöngu búfjár. Lögð fram tillaga að endurskoðaðri starfslýsingu eftirlitsmanns með lausagöngu búfjár. Landbúnaðarráð samþykkir uppfærða starfslýsingu.
  2. Svæðisskipting grenjavinnslu og minkaveiða. Komið hefur upp misræmi í textalýsingu á grenjavinnslusvæðum. Landbúnaðarráð felur formanni og sveitarstjóra að skilgreina betur skiptingu veiðisvæða og í framhaldi vinna að hnitsetningu svæðanna og leggja fyrir landbúnaðarráð.
  3. Reglulegur fundartími landbúnaðarráðs. Formaður leggur fram tillögu um að reglulegur fundartími landbúnaðarráðs verði fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 13:00. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 13:27.

Var efnið á síðunni hjálplegt?