191. fundur

191. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 13:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson formaður, Halldór Pálsson aðalmaður, Ebba Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðrún Eik Skúladóttir aðalmaður, Ingveldur Linda Gestsdóttir varamaður

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

  1. Söfnun rúlluplasts.
  2. Umsögn félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu um drög að tilraunaverkefni um söfnun og förgun dýrahræja.

Afgreiðslur:

  1. Söfnun rúlluplasts. Farið var yfir fyrirkomulag á söfnun rúlluplasts í sveitarfélaginu. Nokkuð hefur borist af kvörtunum yfir upplýsingagjöf um tímasetningar á söfnuninni. Landbúnaðarráð hvetur til þess að gerðar verði verklagsreglur þar sem lögð verði áhersla á að auka upplýsingagjöf og að áminningar um söfnunardaga verði sendar út í tíma með tölvupósti eða smáskilaboðum.
  2. Lögð fram umsögn félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu um drög að tilraunaverkefni um söfnun og förgun dýrahræja. Landbúnaðarráð þakkar félagi sauðfjárbænda fyrir góða ábendingar. Landbúnaðarráð hvetur sveitarstjórn Húnaþings vestra til að vinna áfram að undirbúningi tilraunaverkefnis um söfnun dýrahræja í sveitarfélaginu með það að markmiði að það geti hafist um áramótin 2022/2023.

Ingveldur Linda Gestsdóttir vék af fundi 13.45.

Bætt á dagskrá:

  1. Búfjáreftirlitsmaður Húnaþings vestra. Starf búfjáreftirlitsmanns Húnaþings vestra var auglýst laust til umsóknar 7. apríl sl. Engar umsóknir bárust um starfið. Sveitarstjóra falið að vinna að úrlausn málsins.

Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 14:10

Var efnið á síðunni hjálplegt?