181. fundur

181. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Halldór Pálsson, aðalmaður,  Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður,  Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:
1. Gæsa- og rjúpnaveiði 2020
2. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns 2020
3. Fjárhagsáætlun 2021
Formaður setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 4. lið bókun vegna dýralæknaþjónustu í Húnaþingi vestra.

Afgreiðslur.
1. Gæsa- og rjúpnaveiði 2020. Júlíus Guðni Antonsson veiðieftirlitsmaður kemur á fundinn og gerir grein fyrir störfum sínum. Júlíus Guðni fór þrjár ferðir til að hafa eftirlit með gæsaveiði. Rjúpnaveiði var með sama sniði og 2019. Leyft var að veiða 22 daga í nóvember. Júlíus Guðni fór sjö ferðir til að hafa eftirlit með rjúpnaveiði. Almennt gekk vel. Í fleiri tilvikum fór veiðieftirlitsmaður á Víðidalstunguheiði og fylgdist með veiðimönnum í þjóðlendunni. Allir fylgdu fyrirmælum. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu. Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinargóða yfirferð.
2. Skýrsla búfjáreftirlitsmanns 2020. Búfjáreftirlitsmaður Húnaþings vestra Dagbjört Diljá Einþórsdóttir gerir grein fyrir starfi sínu á árinu. Fjöldi mála sem komu inn á borð hjá búfjáreftirlitsmanni voru 39. Þar af voru 18 mál þar sem sinna þurfti fé á þjóðvegi 1 og 21 mál vegna hrossa. Síðastliðinn vetur var óvenju snjóþungur og girðingar fóru illa. Landbúnaðarráð þakkar Dagbjörtu Diljá fyrir greinargóða yfirferð.
3. Fjárhagsáætlun 2020. Elín Jóna Rósinberg sat fundin undir þessum lið. Elín Jóna fór yfir fjárhagsramma landbúnaðarráðs. Landbúnaðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.
4. Dýralæknisþjónusta í Húnaþingi vestra. Lögð er fram tillaga að bókun:
Landbúnaðarráð Húnaþings vestra lýsir áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralæknaþjónustu í sveitarfélaginu. Á komandi vormánuðum er óvíst hvort starfandi dýralæknir verði með viðunandi aðstöðu í sveitarfélaginu og veldur það bændum áhyggjum. Landbúnaðarráð telur mikilvægt að málið verði skoðað með tilliti til þeirrar stöðu sem nú er uppi í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarráð hvetur Matvælastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er í Húnaþingi vestra. Jafnframt er óskað eftir fundi með fulltrúum MAST og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum.


Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 15:51

Var efnið á síðunni hjálplegt?