178. fundur

178. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 26. ágúst 2020 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður,  Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður.  Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður.  

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

 Dagskrá:


Fjallskil jarðarinnar Efri-Fitja. Farið var yfir innsendar umsagnir fjallskiladeilda Víðidals og Miðfirðinga sem og samskipti fulltrúa landbúnaðarnefndar við ábúendur. Ekki hefur náðst sátt um niðurstöðu. Formanni og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Tilkynning frá Vegagerðinni vegna ristarhliða. Haft var samband við Matvælastofnun, Vegagerðina og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna málsins. Unnið er að úrlausn.

Göngur og réttarstörf. Á fundi sveitarstjóra og formönnum fjallskilanefnda var farið yfir framkvæmd á gangna og réttarstörfum og hafa aðilar aðlagað framkvæmd og vinnu að þeim reglum sem eru í gildi til 10. september og til grundvallar því lágu fyrir leiðbeiningar vegna ganga og rétta vegna COVID-19 frá Landsamtökum sauðfjárbænda

Önnur mál.

Kynntar voru innkomnar athugasemdir við fjallskilareglugerð. Landbúnaðarnefnd leggur til að kallað verði eftir athugasemdum við reglugerðina á heimasíðu sveitarfélagsins.


Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 14:02

Var efnið á síðunni hjálplegt?