Dagskrá:
1. Gæsaveiði 2020. Samþykkt að hafa fyrirkomulag gæsaveiða óbreytt frá fyrra ári. Sveitarstjóra falið að auglýsa fyrirkomulag gæsaveiða.
2. Gögn frá Sigurði Sigurðarsyni þar sem koma fram staðsetningar um miltisbruna í sveitarfélaginu árið 1890, lagt fram til kynningar. Sigurði Sigurðarsyni þakkað óeigingjarnt starf við söfnun upplýsinga um miltisbruna.
3. Göngur og réttastörf. Rætt var um göngur og réttarstörf í ljósi aðstæðna. Sveitarstjóri hefur verið í sambandi við Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Landsamband Sauðfjárbænda. Í lok vikunnar er von á leiðbeinandi reglum frá almannavörnum um göngur og réttir. Haft verður samband við formenn fjallskilastjórna í kjölfarið.
4. Önnur mál
Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 14:02