174. fundur

174. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 6. maí 2020 kl. 13:00 fjarfundabúnaður.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður,  Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður og  Guðrún Eik Skúladóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

1. Fjallskil jarðarinnar Efri-Fitja erindi frá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar.
Landbúnaðarráð hefur móttekið erindi frá Inga Tryggvasyni lögmanni, f.h. Jóhannesar Geirs Gunnarssonar og Stellu Drafnar Bjarnadóttur varðandi fjallskil jarðarinnar Efri-Fitja. Unnið er að endurskoðun á fjallskilareglugerð Húnaþings vestra og verður þessi beiðni höfð til hliðsjónar við þá vinnu.
2. Varnargirðingar. Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra, hefur honum verið tilkynnt að lækkun verði á fjárframlögum til viðhalds á varnargirðingum á árinu 2020. Þetta verður til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar. Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Landbúnaðarráð hvetur Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra.


Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 13:23

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?