170. fundur

170. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 13:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingimar Sigurðsson, formaður, Erla Ebba Gunnarsdóttir, aðalmaður, Halldór Pálsson, aðalmaður,  Sigtryggur Sigurvaldason, aðalmaður og  Sigríður Ólafsdóttir, varamaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:
1. Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2019
2. Vetrarveiði á ref
3. Uppgjör vegna refa- og minkaveiða
4. Erindi frá Berki Smára Kristinssyni
5. Svar frá Rarik vegna innsendra athugasemda
6. Drög að reglum um refa- og minkaveiðar
7. Drög að erindisbréfi fjallskilastjórna í Húnaþingi vestra
8. Önnur mál

Afgreiðslur:

1. Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2019
Rætt var um fyrirkomulag á rjúpnaveiði í haust. Ákveðið var að fyrirkomulagið yrði óbreytt frá síðasta ári.

Fyrirkomulag rjúpnaveiða í eignarlöndum Húnaþings vestra verður með eftirfarandi hætti haustið 2019:
1. Veiðimönnum með gilt veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins. Um verður að ræða tvennskonar leyfi sem gefin verða út á jafnmörg svæði. Kort af svæðunum má sjá á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.is
Svæðin eru: 1. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði ásamt jörðunum Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og eignarhlut Húnaþings vestra í Öxnatungu.
2. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru.
2. Hvert veiðileyfi sem selt er gildir á veiðitíma rjúpu sem umhverfisráðuneytið hefur gefið út vegna ársins 2019 og veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Um er að ræða sölu á dagsleyfum.
3. Veiðileyfin verða til sölu hjá Ferðaþjónustunni Dæli. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 9.000 á dag.
4. Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði 1 er takmarkaður við 4 byssur á dag en 5 byssur á svæði 2 og tekið skal fram að leyfishafar hafa einir heimild til veiða á umræddum svæðum. Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.
5. Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Þannig veitir veiðileyfið ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði.
Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að takmörkuðum gæðum eins og rjúpnaveiði.

2. Vetrarveiði á ref
Til ráðstöfunar skv. fjárhagsáætlun eru kr. 1. milljón kr. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiði á ref með umsóknarfresti til 15. nóvember nk.

3. Uppgjör vegna refa- og minkaveiða
Frestað til næsta fundar.

4. Erindi frá Berki Smára Kristinssyni
Landbúnaðarráð þakkar innsent erindi Barkar, bæði hvað varðar útfærslu á gæsaveiði sem og ábendingu um ónákvæmni á kortum vegna landamerkja. Þar sem nokkuð er liðið á núverandi veiðitímabil á gæs munu ekki verða gerðar breytingar á útfærslu gæsaveiða. Hins vegar mun ráðið taka þær hugmyndir til skoðunar fyrir næsta tímabil og koma breytingum á framfæri ef við á. Það kort af svæði sveitarfélagsins sem haft er til hliðsjónar við úthlutun veiðileyfa er því miður ekki nákvæmt og eru sölu- og eftirlitsaðilar meðvitaðir um það og er veiðimönnum leiðbeint þar um. Vinna er í gangi við að lagfæra þessi kort og verða ný kort sett á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þeirri vinnu er lokið. Óskar landbúnaðarráð eftir því að Skúli Húnn Hilmarsson verði boðaður á næsta fund ráðsins til að fara yfir þessi mál.

5. Svar frá Rarik vegna innsendra athugasemda
Landbúnaðarráð þakkar þau svör sem bárust frá RARIK vegna viðhaldsvinnu í tengivirki í Hrútatungu í maí síðastliðnum.

6. Drög að reglum um refa- og minkaveiðar
Umræðu frestað til næsta fundar.

7. Drög að erindisbréfi fjallskilastjórna í Húnaþingi vestra
Umræðu frestað til næsta fundar.

8. Önnur mál

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:19

Var efnið á síðunni hjálplegt?